Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2012 | 07:00

GÍ: Auðunn ráðinn golfkennari og vallarstjóri á Tungudalsvelli

Auðunn Einarsson hefir verið ráðinn golfkennari og vallarstjóri á Tungudalsvelli hjá Golfklúbbi Ísafjarðar.

Auðunn er 36 ára,  fæddist 24. nóvember 1975. Hann er klúbbmeistari Golfklúbbs Ísafjarðar 2011. Auðunn hefir keppt í fjölmörgum opnum mótum og alþjóðlegum mótum. Hann reyndi m.a. fyrir sér á sænsku mótaröðinni 2007. Eins varð Auðunn Íslandsmeistari í sveitakeppni GSí, með liði GK, árið 2008… og þá er aðeins fátt eitt talið af afrekum Auðunns í golfíþróttinni.

Auðunn er mörgum að góðu kunnur sem frábær golfkennari,  en hann var lengi starfandi hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Eftir ársdvöl í Ástralíu sneri hann aftur til heimabæjarins, Ísafjarðar, 2010, þar sem hann hefir kennt golf, en er nú formlega ráðinn golfkennari og vallarstjóri GÍ.

Foreldrar Auðuns eru: Einar Valur Kristjánsson, fv. yfirkennari í Grunnskóla Ísafjarðar og Guðrún Eyþórsdóttir, sem bæði eru látin. Kona Auðuns er Kristín Rúnarsdóttir.

Til þess að sjá frétt Bæjarins Besta á Ísafirði um ráðningu Auðunns smellið HÉR: AUÐUNN RÁÐINN GOLFKENNARI OG VALLARSTJÓRI Á TUNGUDALSVELLI