Hank Haney segir að ýmislegt í bók sinni um Tiger eigi eftir að koma á óvart
Hank Haney svaraði gagnrýni Tiger Woods á bók sína um Tiger „The Big Miss“, í viðtali við blaðamann Chicago Business, Ed Sherman, en bókin kemur út í mars. Tiger sagðist m.a. ekki ætla að lesa bókina. Sjá má viðtalið með því að smella hér: CHICAGO BUSINESS – ED SHERMAN VIÐTAL VIÐ HANK HANEY
Hér fer hluti viðtalsins í íslenskri þýðingu:
Varstu hissa á viðbrögðum Tiger?
Nei, í rauninni ekki. Þetta er í samræmi við hvernig hann brást við hlutunum hér áður fyrr. Mér finnst þetta vera sanngjörn og sönn bók. Ég veit að hann sagði að hún (bókin) væri „ófagmannleg“. Ég veit ekki hvernig hægt er vera með ummæli um eitthvað án þess að lesa bókina. Ég hugsa að ég hafi haft tækifæri til að skrifa ófagmannlega bók, en það gerði ég ekki. Mér finnst þetta vera sanngjörn og sönn bók.
Ætti hann að hafa áhyggjur af því sem fram kemur í bókinni?
Kannski. (Haney gerði langt hlé á máli sínu) Sannleikurinn er sannleikurinn. Það eru nokkrir hlutir í henni (bókinni) sem eiga eftir að koma fólki á óvart. Ég skrifaði bara sanngjarna og sanna bók. Ég hef alltaf sagt að þetta hafi ekki átt að vera niðurrifsbók. Fólk sem þekkir mig veit að ég geri ekki svona lagað.
Hvað finnst þér um það sem hann sagði að hann ætli ekki að lesa bókina?
Hann les allt. Ef hann segist ekki gera það, verður það líklegast í fyrsta sinn. Það er komið undan honum hvort hann verður óánægður með hana. Mér finnst heiðarlega frá sagt.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024