NÝTT: Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 1 – John Huh
Golf 1 fer nú af stað með nýja greinaröð þ.e. kynntir verða strákarnir sem þátt tóku í einu erfiðasta golfmóti allra golfmóta: Q-school PGA, sem fram fór á PGA West, í La Quinta í Kaliforníu 30. nóvember – 5. desember á síðasta ári, 2011. Birgir Leifur okkar Hafþórsson reyndi m.a. fyrir sér, en komst ekki í lokaúrtökumótið að þessu sinni.
PGA mót síðastliðinnar helgi, Farmers Insurance Open er hvatinn að því að farið er að kynna nýju strákana, því margir af nýliðunum voru að standa sig vel á mótinu, m.a. John Huh, sem þegar hefir verið kynntur. Til að sjá kynningu á John Huh smellið hér: JOHN HUH
Það voru 29 strákar, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour að þessu sinni og keppnisrétt á 2012 keppnistímabilinu. Strákarnir verða kynntir í öfugri röð þ.e. byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á röðina og endað á sigurvegara PGA Q-school 2011: Brendon Todd.
Það voru 3 kylfingar sem lentu í botnsætunum, þ.e. deildu 27. sætinu. Það voru John Huh (sjá kynningu hér að ofan á honum), Colt Knost og Nathan Green. Hinir tveir Knost og Green verða kynntir hér næstu daga og svo hver á fætur öðrum þar til komið er að Brendon Todd.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024