Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn bætti sig um 6 högg milli hringja á Jones Cup Invitational

Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte, tekur þátt í Jones Cup Invitational, sem fram fer dagana 3.-5. febrúar á golfvelli Ocean Forrest GC á Sea Island í Georgia í Bandaríkjunum. Eftir 2 spilaða hringi er Ólafur Björn T-69 af 90 keppendum, þ.e. deilir 69. sæti ásamt öðrum. Hann spilaði fyrsta hring mótsins á 83 höggum en bætti sig í nótt  milli hringja um 6 högg og kom í hús á 77 höggum (fékk 5 skolla).  Hann er því samtals búinn að spila á 160 höggum þ.e. samtals á +16 yfir pari.

Þess mætti geta að aðstæður til keppni voru erfiðar, hvasst og kalt og skor keppenda almennt há.

 

Í mótinu tekur einnig þátt Curtis Thompson (sjá mynd) bróðir hinnar frægu Lexi Thompson, sem er langyngst til að spila á LPGA, keppnistímabilið 2012 og sló aldursmet á LPGA í haust s.l. þ.e. er yngst til að sigra á móti LPGA. Curtis var í 1. sæti eftir 1. hring en gaf eftir í nótt og nú er Manav Shah frá Kaliforníu í efsta sæti á samtals -2 undir pari. Curtis er í 2. sæti, 3 höggum á eftir á samtals +1 yfir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Jones Cup Invitational smellið HÉR: