Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 02:15

PGA: Spencer Levin enn efstur fyrir lokahringinn – hápunktar og högg 3. dags

Bandaríkjamaðurinn Spencer Levin er með 6 högga forystu fyrir lokahring WM Phoenix Open, sem spilaður verður í dag, á Webb Simpson, sem er í 2. sæti. Levin er alls búinn á spila á -17 undir pari, samtals 196 höggum (65 63 68). Simpson er sem segir á samtals 202 höggum (65 69 68).

Í 3. sæti eru Bubba Watson og nýliðinn John Huh á -10 undir pari og síðan kemur hópur 5 kylfinga i í 5. sæti, en í honum er m.a. Kyle Stanley sem glutraði sigurfæri úr höndunum á sér um síðustu helgi á Farmers Insurance Open, sem sýnir bara að allt getur gerst þótt forystan sé mikil fyrir lokahringinn. Allir sem eru í 5. sæti eru á samtals -9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á 3. hring WM Phoenix Open smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags WM Phoenix Open smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags, sem Kyle Stanley átti, á WM Phoenix Open smellið HÉR: