Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 13:45

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Pétursdóttir – 5. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Rún Pétursdóttir, GR.  Rún er fædd. 5. febrúar 1995 og er því 17 ára í dag.  Rún spilaði á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar, 2011 og tók m.a. þátt í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ. Rún er Íslandsmeistari í höggleik 2011, í  flokki 15-16 ára,. Eins var Rún var í kvennasveit GR sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í European Ladies Club Trophy, sem fram fór á eyjunni Corfu á Grikklandi, s.l. haust.  Rún var nú nýlega valin í afrekshóp GSÍ 2012.

Þátttakendur í European Ladies Club Trophy. F.v. : Árni Páll Hansson (fararstjóri) Íris Katla, Sunna og Rún, öll í GR.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jane Geddes, 5. febrúar 1960 (52 ára);  José Maria Olazabal 5. febrúar 1966 (46 ára),  Kevin Stadler, 5. febrúar 1980 (32 ára) og…

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum, sem afmæli eiga innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is