Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 11:00

Glen D. Nager nýr forseti bandaríska golfsambandsins

Glen D. Nager, frá Washington, D.C., hefir verið kjörinn 62. forseti bandaríska golfsambandsins þ.e.  United States Golf Association (USGA) til 1 árs.  Samhliða kjöri Nager í gær fór fram kjör á 15 manna framkvæmdanefnd USGA á árlegum aðalfundi USGA í Houston, Texas.

Sem forseti, verður Nager, 53 ára, yfirmaður 300 starfsmanna USGA og nærri 1200 sjálfboðaliða USGA, sem ásamt The R&A fer með æðstu stjórn golfíþróttarinnar á heimsvísu.

„Það eru forréttindi að þjóna golfleiknum,“ sagði Nager. „Ég hlakka til að starfa með starfsfólki USGA og sjálfboðaliðunum í þeim verkefnum og áskorunum sem íþróttin stendur frammi fyrir.

Heimild: Heimasíða USGA