Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2012 | 16:45

Myndasería: Febrúarsíðdegi í golfi hjá GSG í Sandgerði

Það er bara 4. febrúar 2012, en ótrúlegt nokk það er hægt að vera í golfi í Sandgerði. Völlurinn er í frábæru ástandi miðað við árstíð, veðurfar nú í vetur og aðstæður allar.  Hann er svolítið blautur og pollamyndun nokkur á einstaka braut, sem og að vætan dregur að sjálfsögðu úr hraða flatanna og boltinn snarstoppar eftir innáhögg. En það er hægt að vera í golfi á góðum velli!

Það voru fjölmargir sem drógu fram settið og lögðu leið sína á Kirkjubólsvöll. Framkvæmdastjórahjónin Guðmundur Einarsson og Alda Elíasdóttir reiddu síðan fram gómsætar vöfflur handa svöngum kylfingum, sem gott var gæða sér á eftir hringinn.

Með því að smella hér má sjá nokkrar myndir af kylfingum á: FEBRÚARSÍÐDEGI Í GOLFI Í SANDGERÐI