Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 06:00

GSE: Högni kosinn formaður á aðalfundi – Hagnaður 3.8 milljónir árið 2011

Á heimasíðu GSÍ, golf.is er eftirfarandi fréttatilkynning:

Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs var haldinn 26. janúar s.l.

Rekstur Golfklúbbsins Setbergs á árinu 2011 gekk mjög vel. Hagnaður af rekstri var kr. 3.819.000. Eignir klúbbsins hafa aukist verulega, en klúbburinn skuldar ekkert.

Í stjórn klúbbsins voru kosnir: Högni Friðþjófsson formaður, Björn Eysteinsson, Pétur Einarsson og Óskar Sigurmundason.

Fyrir í stjórn til tveggja ára eru Gunnlaugur Guðjónsson, Karl Ísleifsson og Þórarinn Sófusson.

Breytt fyrirkomulag á aðgengi að vellinum.

Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs samþykkti tillögu stjórnar um breytt fyrirkomulag á aðgengi að vellinum. Ákveðið var að hækka fullt árgjald í kr. 54.000 og freista þess að fjölga félögum í 400 og takmarka sölu flatargjalda á ákveðnum tímum.

Verða ekki seld flatargjöld eftir klukkan 15:00, frá mánudegi til fimmtudags, og fyrir klukkan 15:00, laugardag og sunnudag.

Félögum verður þó heimilt á þessum tímum að taka með sér einn sem ekki er félagi í klúbbnum og skal viðkomandi greiða flatargjald.

Núna eru um 350 sem eru skráðir í klúbbinn eða hafa sótt um inngöngu. Það er því laust fyrir um 50 til viðbótar í klúbbinn að því gefnu að þeir sem fyrir eru í klúbbnum ætli að vera áfram.

Þeim sem vilja sækja um inngöngu í klúbbinn er bent á að hafa samband við Þórarinn Sófussonthorarinns@gmail.com / 896 0085 eðapetur.einarsson@advania.is / 898 4729.

Ekki verður stuðst við rástímaskráningu á netinu heldur verða kylfingar að mæta á völlinn eins og áður hefur verið. Mótum þar sem völlurinn er lokaður verður haldið í algjöru lágmarki.

Setbergsvöllurinn verður einungis leigður út nokkra föstudaga í sumar og er stefnt að því að það liggi fyrir hvaða föstudagar það eru fyrir 1. maí n.k. Þá var samþykkt að hafa fleiri innanfélagsmót í miðri viku.“

Heimild: golf.is