Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2012 | 22:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 6 – Alexandre Rocha

Hér er komið að fyrsta „útlendingnum“ þ.e. kylfings með annað ríkisfang en bandarísks af þeim sem komust í gegnum Q-school í desember á s.l. ári: Þetta er Alexandre Nardy Rocha frá Brasílíu.

Alexandre Nardy Rocha.

Alexandre fæddist í Sao Paulo í Brasilíu, 21. nóvember 1977 og er því 34 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000. Hann spilaði með háskólaliði Mississippi í bandaríska háskólagolfinu (sama skóla og Axel Bóasson er í) og útskrifaðist árið 2000 með gráðu í markaðsfræðum.

Hann þakkar Olympíuleikunum í Brasilíu fyrir að hafa snúið ferli sínum til betri vegar. Eftir að tilkynnt var um að golf yrði keppnisgrein á Olympíuleikunum breytti hann um sveifluþjálfa, umboðsmann og golfútbúnað. Núverandi sveifluþjálfi hans er Jason Birmbaum.

Það skemmtilegasta sem Alexandre veit er að slá með 3 járni innan við meter að pinna, fyrir utan golfið er það að verja tíma með syni sínum.

Alexandre myndi af öllum golfvöllum helst vilja spila á  Muirfield Village GC í Dublin, Ohio, sem er mótsstaður Memorial Tournament í gegnum tíðina (Jack Nicklaus hannaða golfvallarins) og eins fer Forsetabikarinn  2013 fram þar.

Að lokum nokkrir fróðleiksmolar um Alexandre:

Hann ferðast aldrei án iPodsins síns. Uppáhaldsháskólalið hans er Mississippi State og af atvinnumönnunum eru það Orlando Magic og New York Giants.

Uppáhaldssjónvarpsþátturinn hans er  „Friday Night Lights“;  „Ocean’s Eleven,“ er uppáhaldskvikmyndin og brasilískt barbecue er uppáhaldsmaturinn.

Heimild: PGA Tour