
ALPG: Hver er kylfingurinn: Sarah Kemp?
Golf 1 heldur hér fram kynningu á stelpunum, sem spila á áströlsku ALPG mótaröðinni. Ein þeirra er Sarah Kemp, en hún er meðal þeirra efstu eftir 1. hring Women´s Australian Open, sem hófst í dag, 9. febrúar 2012 en mótið er samvinnuverkefni ALPG og sterkustu kvenmótaraðar heims, LPGA. Australian Women´s Open er fyrsta mótið á mótaskrá LPGA í ár. Það þýðir að á mótinu leika flestir sterkustu kvenkylfingar heims, þ.á.m. Yani Tseng og Suzann Pettersen.
En hver er Sarah Kemp?
Sarah fæddist 7. desember 1985 í Sydney Ástralíu og er því 26 ára. Hún er fremur smávaxin (1,63 m) býr í Tuncurry í NSW í Ástralíu og í uppáhaldi hjá henni eru hundurinn hennar Jesse, að fara á ströndina á seglbretti, hjólabretti, að fara í bíó og á tónleika, hlusta á tónlist og sem dæmigerður kvenmaður að versla…. skó (hún á um 800 pör!)
Sarah byrjaði í golfi 12 ára gömul og var komin niður í 0 í forgjöf við 15 ára aldur. Kylfuberinn hennar heitir Jim en þegar hún spilar í Ástralíu er pabbi á pokanum. Hún segir foreldra sína hafa verið mestu áhrifavaldanna á golfferli sínum.
Sarah gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 7 árum 2005, 19 ára. Á þeim tíma hefir hún spilað bæði á LET og LPGA. Í fyrra (2011) spilaði Sarah t.a.m. á 14 mótum LPGA og var besti árangur hennar T-10 (þ.e. hún deildi 10. sætinu ásamt öðrum) á Safeway Classic. Sarah varð í 85. sæti á peningalista LPGA með $ 58.503 (rúmar 7 milljónir íslenskra króna) í verðlaunafé.
Sarah spilaði líka á 9 LET mótum og varð 4 sinnum meðal 10 efstu: Hún varð T-5 á Laila Merryem Cup; T-9 á RACV Ladies Masters, í 10. sæti á Turkish Airlines Ladies Open og T-10 á Pegasus NZ Women´s Open. Hún var í 63. sæti á peningalista LET með €38.308 í verðlaunafé (u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna)
Svo spilaði Sarah líka á 8 mótum ALPG 2011 og varð þrisvar í 2. sæti á Power Ford Castle Hill CC Pro-Am, T-2 í Port Kembla GC Pro-Am og T-2 í Moss Vale GC Ladies Classic og tvisvar meðal 10 efstu og var með 11.218 í verðlaunafé (1.4 milljón íslenskra króna) og í 8. sæti á peningalista ALPG .
Að lokum er e.t.v. rétt að geta þess að Sarah fær margfaldar þær tekjur sem hún hefir fengið í verðlaunafé á mótum í formi styrktar- og auglýsingasamninga og með módelstörfum, en hún er tíður gestur á vefsíðum yfir kynþokkafyllstu kvenkylfinga í heiminum. Hún var m.a. með í umdeildu dagatali ástralskra kvenkylfinga ALPG og má sjá mynd af henni úr því dagatali hér að ofan.
Heimild: ALPG
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023