
Myndskeið: Tiger vill láta banna magapúttera
Tiger Woods tekur venjulega ekki afstöðu til málefna sem eru umdeild í opinberri umræðu. Og þó magapútterar (ens. belly putters) séu ekki mikilvægir eða hafi mikla vigt í alþjóðlegri umræðu þá var gaman að heyra Tiger segja hug sinn opinberlega á opinskáan hátt.
Á blaðamannafundi í gær fyrir AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótið, sem hefst í dag, var Tiger spurður um hvað honum fyndist um fréttatilkynningu bandaríska golfsambandsins um að endurskoða eigi reglur um magapúttera. Það er mjög sterkt sjónarmið meðal ákveðins hóps í golfheiminum að ekki eigi að leyfa að pota pútterum lengst upp í maga til þess að öðlast stöðugleik í púttum og því eigi að banna slíka púttera.
Myndskeið frá blaðamannafundi með Tiger þar sem hann tjáir sig m.a. um magapúttera má sjá HÉR:
Tiger hefir oft talað um þetta deiluefni við yfirmann R&A, Peter Dawson. R&A, sem sér um að samhæfia golfreglur í heiminum, hefir lýst sig reiðubúið að endurskoða reglur um (maga)pútterana.
„Ég hef aldrei verið aðdáandi þeirra ” sagði Tiger um magapútterana (ens. belly putters). „Ég trúi því að þetta (að pútta) sé listin að stjórna líkamanum og kylfunni og sveifla henni líkt og pendúl. Ég trúi því að þannig eigi að pútta. Ég er venjufastur (ens. traditionalist) hvað þetta snertir.
„Ég hef talað um þetta við Peter (hjá R&A) í fjölda ára. Hugmynd mín er að pútterinn eigi að vera jafnlangur eða minni en stysta kylfan í pokanum. Og ég held að með því orðalagi ætti að vera hægt að taka fyrir notkun á hverskyns magaakkeríngum.“
Þessu þrætuepli mun ekki verða kyngt niður á næstunni, sérstaklega vegna þess að nokkrir af yngri kylfingunum s.s. eins og Webb Simpson og Keegan Bradley nota magapúttera. Bradley varð fyrsti kylfingurinn til þess að sigra á risamóti með magapútter s.l. ágúst þegar hann vann á PGA Championship í Atlanta.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster