Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2012 | 09:00

Back9 nýja golflífstíls sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum

Golf 1 kynnti til sögunnar nýja golflífstíls sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum, hér fyrir skemmstu en Clint Eastwood  er m.a. hluthafi í henni og hefir áhrif á efnisval og dagskrá.  Sjá HÉR: Stöðin var fyrst kynnt til sögunnar fyrir 2 árum á PGA vörusýningunni í Orlandó, Flórída. Meðal þeirra sem kynntu stöðina var fyrrum LPGA kylfingurinn ástralski Anna Rawson, framkvæmdastjórinn Jamie Bosworth og kona hans Jenn. Jamie sagði m.a. í ræðu í opnunarpartýinu að stöðin myndi vera með sérstaka áherslu á kvennagolf og sinna börnum og unglingum  í golfi meira – sem á sér samsvörun við stefnu Golf 1 og munum við því fylgjast náið með þessari nýjustu viðbót, Back9,  í golfheiminum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2012 | 08:00

ALPG & LPGA: So Yeon Ryu leiðir þegar Women´s Australia Open er hálfnað

So Yeon Ryu, sem beið lægri hlut fyrir hinni hollensku Christel Boeljon á RACV Australian Ladies Masters, eftir að vera búin að leiða alla dagana, síðustu helgi, er nú í efsta sæti á Women´s Australia Open á samtals -6 undir pari, samtals 140 höggum (71 69). So Yeon átti alveg eins hring og Tiger á AT&T, þ.e. var með 2 fugla og 1 skolla bæði á fyrri og seinni 9. Í 2. sæti er landa Ryu, Hee Kyung Seo, aðeins 1 höggi á eftir, samtals -5 undir pari, samtals 141 högi (75 66). Fjórar stúlkur deila síðan 3. sætinu á -4 undir pari hver: hin enska Melissa Reid, Julieta Granada Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2012 | 06:45

PGA: Dustin Johnson, Charlie Wi og Danny Lee efstir á AT&T Pebble Beach eftir 1. dag – Hápunktar og högg 1. dags

Það eru  Dustin Johnson, Charlie Wi og Danny Lee, sem deila 1. sætinu á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, sem fram fer 9.-12. febrúar 2012. Allir voru þeir á -9 undir pari eftir 1. dag: Johnson og Lee á 63 höggum, en þeir spiluðu á Pebble Beach og Charlie Wi á 61 höggi, en hann spilaði á Mornterey Peninsula. Í 4. sæti eru Ken Duke og Brian Harman, en báðir spiluðu á Pebble og voru á -8 undir pari og því aðeins 1 höggi á eftir forystunni. Í 6. sæti er Nick Watney á -6 undir pari ásamt 3 öðrum kylfingum og 10. sætið verma 5 kylfingar á -5 undir pari hver þ.e  Golf Boy-inn  Hunter Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 7 – Edward Loar

Það voru eftirfarandi 6 strákar sem deildu 18. sætinu í Q-school á La Quinta í Kaliforníu s.l. desember: T18 T34 Patrick Sheehan (NT) -5 F -10 73 75 70 71 66 67 422 T18 T29 Scott Dunlap (NT) -4 F -10 70 72 71 70 71 68 422 T18 T34 Greg Owen (NT) -5 F -10 70 73 73 69 70 67 422 T18 T13 Daniel Summerhays (NT) -1 F -10 64 73 72 74 68 71 422 T18 T5 Will Claxton (NT) 1 F -10 64 70 69 70 76 73 422 T18 T9 Edward Loar (NT) Hér verður byrjað á að kynna Edward Loar. Edward fæddist í Dallas, Texas, 15. nóvember 1977 og verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 16:00

Asíutúrinn: 6 kylfingar í forystu eftir 1. dag ICTSI Philippine Open

Lu Tze-Shyan frá Taíwan, Azuma Yano frá Japan, Mardan Mamat frá Singapore (sem á sama afmælisdag og Hlynur Geir Hjartarson) ásamt 3 Bandaríkjamönnum: Ben Fox, Anthony Kang og Matthew Rosenfeld  leiða eftir 1. dag ICTSI Philippine Open, sem byrjaði í dag. Forystumennirnir spiluðu allir á -3 undir pari, 69 höggum. Annar stór 7 kylfinga hópur þar sem m.a. er Mars Pucay frá Filippseyjum, er höggi á eftir forystunni – spilaði á -2 undir pari,  70 höggum í dag. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag ICTSI Philippine Open smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 15:30

Evróputúrinn: Kanarí-eyingurinn Cabrera-Bello leiðir eftir 1. dag í Dubai

Rafael Cabrera-Bello átti glæsihring í Dubai á Evrópumótaröðinni í dag; var á 63 höggum!  Cabrera-Bello, sem á heima við hliðina á Maspalomas golfvellinum á Gran Kanaría, sem margir Íslendingar kannast við missti ekki högg í dag  og fékk samtals 9 fugla. Glæsilegri verða hringirnir vart! Í 2. sæti urðu þýski kylfingurinn Marcel Siem og Skotinn Scott Jamieson á -7 undir pari, 65 höggum, 2 höggum á eftir Rafael Cabrera Bello. Fjórða sætinu deilir síðan hópur 7 kylfinga, sem spilaði á -6 undir pari, 66 höggum en þeirra á meðal voru Rory McIlroy og Martin Kaymer. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Dubai Desert Classic smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 15:00

GO: Skellið ykkur á golfnámskeið hjá Magnúsi og Phill í MPgolf – Námskeið í stutta spilinu hefst 15. febrúar n.k.

Nú þegar vorið nálgast óðfluga er um að gera að skella sér til golfkennara og láta hann/þá fara í grunnatriði stutta spilsins. MPgolf, þeir Magnús Birgisson og Phill Hunter bjóða nú upp á námskeið í stutta spilinu. Hér eru nánari upplýsingar um námskeiðið: Staðsetning: Inniaðstaða GO í Kauptúni í Garðabæ. Markhópur:  Allir sem hafa áhuga á að bæta stutta spilið. Markmið: Hafa hlutina einfalda. Pútt, vipp og fleyghögg. Nemendur læri grunnatriðin í stutta spilinu, sem eru púttin og höggin í kringum flötina. Nemendur læra að setja upp skemmtilegar æfingar og framkvæma þær til frekari árangurs. Timi: 15. feb. kl: 12.00 20. feb. kl: 12.00 22. feb. kl: 12.00 27. feb. kl:12.00 Kennarar: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Rossi – 9. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er  Anna Rossi, en hún er ítölsk og spilar á LET. Anna fædd í Treviso á Ítalíu, 9. febrúar 1986 og er því 26 ára í dag. Meðal áhugamála hennar eru að hlusta á tónlist,  fara í ræktina og í verslunarleiðangra. Anna byrjaði að spila golf 12 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á það. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 25. nóvember 2006. Besti árangur hennar á Evrópumótaröðinni er T-7 árangur á Open de Portugal árið 2007. Árið 2009 var besti árangur hennar T-16 á Opna ítalska – hún fór aftur í Q-school og hlaut kortið sitt 2010. Í fyrra, 2011, var besti árangur hennar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 10:00

Evróputúrinn: Rory hlakkar til að spila í Dubai

Í dag hefst í Dubai, Dubai Desert Classic mótið. Það er einn sem búinn er að hlakka til að spila á mótinu og viðurkennir fúslega að þetta sé einn af uppáhaldsviðburðunum, sem hann tekur þátt í á árinu. Það er Rory McIlroy, en hann spilaði fyrst í mótinu 2006, þá aðeins 16 ára gamall og hann á margar góðar minningar frá þeim tímum, sem hann hefir varið í Dubai. „Ég hef varið góðum tíma hér á undanförnum árum og eftir að spila í Abu Dhabi hef ég verið hér í viku við æfingar og hef verið að vinna í spilinu mínu og hlakka til vikunnar,“ sagði sigurvegari Opna bandaríska risamótsins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 08:45

ALPG & LPGA: Sarah Kemp og Stacy Lewis leiða á Women´s Australian Open

Það er heimakonan Sarah Kemp (sjá kynningu á Söruh hér á Golf1 í dag) og bandaríska stúlkan Stacy Lewis sem leiða eftir 1. dag á Women´s Australian Open, sem hófst í dag. Báðar spiluðu á -4 undir pari, 69 höggum. Sarah sýndi mikinn stöðugleika, spilaði skollafrítt og fékk 4 fugla en meiri sviptingar voru í leik Stacy, sem fékk 2 skolla og 6 fugla. Þriðja sætinu deila nr. 1 í heiminum Yani Tseng, frá Taíwan, bandaríska stúlkan Britany Lincicome og Julieta Granada frá Paraguay, en þær þrjár eru aðeins 1 höggi á eftir forystukonum dagsins, á -3 undir pari, 70 höggum hver. Fimm stúlkur deila 6 sætinu á -2 undir pari, Lesa meira