Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus (11. grein af 12)
Ferlill Jack Nicklaus utan golfvallarins
Golfvallarhönnun
Sjá: Listi með öllum völlum hönnuðum af Jack Nicklaus
Jack Nicklaus ver miklum tíma í golfvallarhönnun og starfrækir eitt af stærstu golfvallarhönnunarfyrirtækjum heims. Um miðjan 7. áratug síðustu aldar (1960 og eitthvað) þá var það Pete Dye sem upphaflega fór fram á skoðun Nicklaus á hönnun The Golf Club í úthverfi Colombus í Ohio og álitumleitan í reynsluheim Jack jókst upp frá því. Nicklaus leit á golfvallarhönnun sem aðra hlið á golfi og þá sem hefir haldið honum í tengslum við golfið og verið krefjandi hluti þess.
Fyrsta hönnunarverkefni hans var Harbour Town Golf Links,, sem hann hannaði ásamt Dye og opnaði árið 1969. Eitt af fyrstu verkefnum hans sem lofaði góðu var Muirfield Village Golf Club í Dublin, Ohio, sem opnaði 1974 og þar sem Memorial Tournament (mót Jack Nicklaus) hefir farið fram allt frá upphafi árið 1976. Völlurinn var líka vettvangur Ryder Cup 1987 og Solheim Cup 1998. Fyrstu árin voru þessi verkefni hönnuð að hluta af Pete Dye eða Desmond Muirhead, sem voru tveir af leiðandi arkítektum þess tímaskeiðs.
Fyrsta golfvallarhönnunin sem Jack sá algerlega einn um var Glen Abbey Golf Course í Oakville, Ontario, sem opnaði 1976. Á þessum golfvelli fór Canadian Open fram mörg ár í röð og var fyrsta mótið haldið 1977. Árið 2000 opnaði fyrirtækið the King & Bear í St. Augustine, Flórída, en það var samvinnuverkefni Jack Nicklaus og Arnold Palmer. Árið 2006 opnaði the Concession Golf Club í Sarasota, Flórída en það hönnunarverkefni byggði á samvinnu Jack við Tony Jacklyn en þeir voru að minnast sögulegs Ryder bikars leiks þeirra árið 1969.
Nicklaus í samvinnu við 4 syni sína og tengdason stofnuðu fyrirtækið Nicklaus Design. Fyrirtækið hafði hannað 299 golfvelli í lok árs 2005, sem þá var næstum 1% allra golfvalla í heiminum þá (Skv. tölum Golf Digest sem reiknaði út að árið 2005 væru nálægt 32,000 golfvellir í heiminum, og þarf af helmingurinn í Bandaríkjunum.) Meðan að flestir golfvellir sem Gullni Björninn hefir hannað eru í Bandaríkjunum, þá eru einnig nokkrir í Asíu, Ástralíu, Kanada, Evrópu og Mexíkó. Árið 2009 voru 12 Nicklaus Design golfvellir meðal „75 bestu golfvalla Norður-Ameríku.“
Bækur og fjölmiðlar
Jack Nicklaus hefir skrifað nokkrar golfkennslubækur, sjálfsævisögu (My Story), bók um aðferðir við golfvallarhönnun og heimsspeki þar að lútandi og hefir framleitt mörg golfmyndbönd. Höfundurinn Ken Bowden Hefir oft aðstoðað hann við vinnu hans. Bók Jack Golf My Way er ein af klassíkerum í golfkennslu og hefir verið endurútgefin nokkrum sinnum, frá fyrstu útgáfu 1974. Jack hefir líka skrifa golfkennslugreinar í Golf Magazine og í Golf Digest, sem hann starfar sem stendur við . Hann hefir líka verið golfskýrandi í sjónvarpi og lýsir golfi á ABC Sports. Þó nokkrar bóka hans hafa verið endurútgefnar, stundum undir öðrum titilum og „My Story“ var t.a.m. gefin út í sérstakri hátíðarútgáfu þegar Memorial Tournament fór fram árið 2000.
Golftölvuleikir
Á árunum 1988- 1998, lagði Jack Nicklaus nafn sitt við vinsæla Jack Nicklaus Golf tölvuleiki, sem hannaðir voru af Accolade. Margir golfvallanna sem hann Jack hefir hannað voru í 4. útgáfu tölvuleiksins Jack Nicklaus 4 , sem kom út árið 1997. Til viðbótar kom út Jack Nicklaus 6: Golden Bear Challenge útgefið af Activision árið 1999.
Önnur áhugamál Jack Nicklaus
Jack Nicklaus sér áfram um alla framkvæmd Memorial Tournament, sem hann kom á fót í heimaríki sínu, Ohio, en spilað er á Muirfield Village, sem er völlur sem hann hannaði og opnaði árið 1974. Völlurinn var formlega opnaður á Memorial Day, 27. maí 1974 með sýningarkeppni milli Jack Nicklaus og Tom Weiskopf. Jack var á -6 undir pari, 66 höggum, sem var vallarmet til ársins 1979. Undanfari þessa móts er Columbus Pro-Am, sem síðast fór fram 1975, og fyrsta mót Memorial Tournament var haldið árinu síðar. Mótið er eitt það virtasta á PGA Tour.
Á hverju ári eru á mótinu valinn/valdir einstaklingur/einstaklingar sem hafa haft umtalsverð áhrif á golfleikinn. Fyrsta mótið heiðraði Bobby Jones, og á 25 ára afmæli mótsins, árið 2000 var Jack Nicklaus sjálfur heiðraður. Þetta concept var hugmynd Jack til að stuðla að því að halda á lofti afrekum þeirra stærstu í golfíþróttinni. Sá sem heiðurinn hlýtur hverju sinni er valinn af kapteini klúbbsins (ens. the Captain’s Club) hópur sem starfar sjálfstætt að mótsskipulagningunni og hefir að segja með boðsmiða á mótið og almennt eftirlit með mótinu. Félagar í „Captain’s Club” eru m.a.: Peter Alliss, Peggy Kirk Bell, George H.W. Bush, Sean Connery, Arnold Palmer og Gary Player ásamt öðrum.
Heimild: Wikipedia.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024