Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 15:30

Evróputúrinn: Kanarí-eyingurinn Cabrera-Bello leiðir eftir 1. dag í Dubai

Rafael Cabrera-Bello átti glæsihring í Dubai á Evrópumótaröðinni í dag; var á 63 höggum!  Cabrera-Bello, sem á heima við hliðina á Maspalomas golfvellinum á Gran Kanaría, sem margir Íslendingar kannast við missti ekki högg í dag  og fékk samtals 9 fugla. Glæsilegri verða hringirnir vart!

Í 2. sæti urðu þýski kylfingurinn Marcel Siem og Skotinn Scott Jamieson á -7 undir pari, 65 höggum, 2 höggum á eftir Rafael Cabrera Bello.

Fjórða sætinu deilir síðan hópur 7 kylfinga, sem spilaði á -6 undir pari, 66 höggum en þeirra á meðal voru Rory McIlroy og Martin Kaymer.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Dubai Desert Classic smellið HÉR: