Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Rossi – 9. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er  Anna Rossi, en hún er ítölsk og spilar á LET. Anna fædd í Treviso á Ítalíu, 9. febrúar 1986 og er því 26 ára í dag. Meðal áhugamála hennar eru að hlusta á tónlist,  fara í ræktina og í verslunarleiðangra. Anna byrjaði að spila golf 12 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á það. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 25. nóvember 2006. Besti árangur hennar á Evrópumótaröðinni er T-7 árangur á Open de Portugal árið 2007. Árið 2009 var besti árangur hennar T-16 á Opna ítalska – hún fór aftur í Q-school og hlaut kortið sitt 2010. Í fyrra, 2011, var besti árangur hennar 21. sætið á Deloitte Dutch Ladies Open.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Virginia Van Wie, f. 9. febrúar 1909 – d. 18. febrúar 1997,  Sandy Lyle, 9. febrúar 1958 (54 ára) og Mark Tullo, 9. febrúar 1978 (34 ára).

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem eiga afmæli í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is