Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 16:00

Asíutúrinn: 6 kylfingar í forystu eftir 1. dag ICTSI Philippine Open

Lu Tze-Shyan frá Taíwan, Azuma Yano frá Japan, Mardan Mamat frá Singapore (sem á sama afmælisdag og Hlynur Geir Hjartarson) ásamt 3 Bandaríkjamönnum: Ben Fox, Anthony Kang og Matthew Rosenfeld  leiða eftir 1. dag ICTSI Philippine Open, sem byrjaði í dag. Forystumennirnir spiluðu allir á -3 undir pari, 69 höggum.

Annar stór 7 kylfinga hópur þar sem m.a. er Mars Pucay frá Filippseyjum, er höggi á eftir forystunni – spilaði á -2 undir pari,  70 höggum í dag.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag ICTSI Philippine Open smellið HÉR: