Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 7 – Edward Loar

Það voru eftirfarandi 6 strákar sem deildu 18. sætinu í Q-school á La Quinta í Kaliforníu s.l. desember:

T18 T34 Patrick Sheehan (NT) -5 F -10 73 75 70 71 66 67 422
T18 T29 Scott Dunlap (NT) -4 F -10 70 72 71 70 71 68 422
T18 T34 Greg Owen (NT) -5 F -10 70 73 73 69 70 67 422
T18 T13 Daniel Summerhays (NT) -1 F -10 64 73 72 74 68 71 422
T18 T5 Will Claxton (NT) 1 F -10 64 70 69 70 76 73 422
T18 T9 Edward Loar (NT)

Hér verður byrjað á að kynna Edward Loar. Edward fæddist í Dallas, Texas, 15. nóvember 1977 og verður því 35 ára á árinu. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Oklahoma State (líkt og Eygló Myrra gerði).

Hér eru nokkrir fróðleiksmolar um Edward:

Edward varð faðir í fyrsta sinn í september s.l. þegar kona hans fæddi þríburana Collins, James og William.

Sveifluþjálfarar hans eru Brian Mahon og Mark Hernandez. Pabbi hans þjálfaði hann líka lengi vel en hann er golfkennari í Southern Methodist University.

Í draumaholli Edwards er pabbi hans, bróðir og Fred Couples.

Mesta afrek sitt í golfinu segir Edward vera 2. sætið á Dunhill Links Championship, árið 2006.

Edward segir fáa vita að hann sé snjall kokkur og mexíkanskur matur er í uppáhaldi hjá honum.