PGA: Wi í forystu þegar AT&T Pebble Beach Pro-Am er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags
Það er Charlie Wi sem leiðir þegar AT&T Pebble Beach Pro-Am er hálfnað. Hann er samtals búinn að spila á -12 undir pari og í nótt spilaði hann á Pebble og var á glæsiskori þar 69 höggum. Samtals er Charlie því búinn að spila á 130 höggum (61 69). Í 2. sæti er Dustin Johnson á -9 undir pari, samtals 135 höggum (63 72). Í 3. sæti er hópur 5 kylfinga m.a. með Vijay Singh innanborðs á -8 undir pari. Í 8. sæti er hópur 9 kylfinga, þar sem m.a. er Phil Mickelson en hann rauk upp skortöfluna úr 33. sæti með hring upp á 65, en Phil spilaði á Monterey Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 8 – Will Claxton
Will Claxton fæddist 14. september 1981 í Swainsboro, í Georgíu-ríki í Bandaríkjunu og er því 30 ára. Will á eina systur. Hann var í Swainsboro (GA) High School og stundaði síðan nám við Auburn University, spilaði með golfliði skólans og útskrifaðist þaðan með gráðu í hagfræði, 2005. Í dag er Claxton nr. 923 á heimslistanum (lista yfir bestu kylfinga heims). Hér er nokkrir fróðleiksmolar um Will Claxton: Sveifluþjálfi Claxton er Scott Hamilton. Mesta afrek Will Claxton í golfinu er að hans mati að spila 2011 í Transitions Championship, en utan golfsins að kvænast. Uppáhaldsgolfvöllur Will er Seaside GC á Sea Island, Georgíu, sé uppáhaldsvöllurinn sinn en hann vonast til að fá að Lesa meira
Úrslit og myndasería: Opna haustmót GR – 9. október 2011
Opna Haustmót GR fór fram á Grafarholtsvelli í dag, sunnudaginn 9. október. Óhætt er að segja að frábær þátttaka hafi verið í mótinu en alls tóku 116 kylfingar þátt að þessu sinni. Þátttakendur fengu ekta íslenskt haustveður, smá kuldi og vindur. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki, keppt var í flokki 0-8,4 og 8,5 og hærra. Nándarverðlaun voru veitt á öllum par 3 holum vallarins. Sérstök aukaverðlaun voru veitt fyrir lengsta upphafshögg á 3. braut og fyrir þann sem var næstur holu í þriðja höggi á 15. braut. Til þess að sjá myndaseríu úr mótinu smellið hér: OPNA HAUSTMÓT GR Helstu úrslit í Opna Haustmóti GR urðu: Lesa meira
Evróputúrinn: Thomas Björn og Rory McIlroy leiða þegar Dubai Desert Classic er hálfnað
Það eru Daninn Thomas Björn og Norður-Írinn ungi, Rory McIlroy sem leiða á Dubai Desert Classic, þegar mótið er hálfnað. Báðir eru búnir að spila á -13 undir pari, samtals 131 höggi og hafa hringir þeirra spilast eins (66 65). Rory McIroy sagði eftir hringinn: „Fuglarnir héldu bara áfram að tínast inn og það kom mér í góða stöðu. Ég er með mun meira sjálfstraust en í Abu Dhabi.“ Í 2. sæti er forsytumaður gærdagsins Rafael Cabrera-Bello, höggi á eftir þeim Björn og McIlory. Fjórða sætinu deila 3 frábærir kylfingar: Martin Kaymer, Scot Jamieson og Grégory Bourdy. Þeir hafa allir spilað á samtals -11 undir pari og eru aðeins 2 Lesa meira
Opna haustmót GR – 9. október 2011
Richard Sterne glaður að vera farinn að spila golf eftir fjarveru vegna gigtar
Richard Sterne frá Suður-Afríku viðurkennir að hann sé ánægður að vera aftur farinn að spila golf eftir að hafa misst af næstum öllu síðasta keppnistímabilinu vegna krónískrar gigtar. Richard, 30 ára, var rísandi stjarna á Evróputúrnum og vann 5 sinnum á árunum 2004-2009 á þeim túr. En Sterne hefir aðeins spilað í 10 mótum á s.l. 2 keppnistímabilum vegna gigtarinnar. Richard tók þátt í sínu fyrsta móti í 11 mánuði þegar hann spilaði á Africa Open s.l. mánuð og í ljósi alls var árangur hans þar meira en viðunandi, 6. sætið. Richard Sterne tekur þátt í Dubai Desert Classic og hóf leik í gær á 66 höggum. Hann var á 71 Lesa meira
Myndasería: Horft tilbaka yfir íslenska golfhaustið – Haustmyndir af 5 golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu
Þann 3. október 2011 fór Golf 1 á stúfanna og tók myndir af 5 golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu þ.e. af: Hvaleyrinni (GK); Leirdalsvelli (GKG), Urriðavelli (GO), Grafarholtinu (GR) og Hlíðavelli (GKJ). Veður var búið að vera fremur leiðinlegt, rigning og hvasst og lítið hægt að spila golf, en síðan birti til 3. október og þeir alhörðustu drógu fram settin og létu sig hafa það að spila blauta vellina. Haustlitirnir voru einstaklega fallegir og gaman að horfa tilbaka og sjá í hverslags draumaumhverfi kylfingar Íslands lifa og hrærast í. Nokkuð merkilegur fjöldi sveppa, sem myndir náðust af á æfingasvæði GKJ! SMELLIÐ HÉR: TIL AÐ SJÁ MYNDASERÍU FRÁ 5 GOLFVÖLLUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Í HAUSTLITUM Lesa meira
Haustmyndir af 5 golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu – 3. okt. ´11
Afmæliskylfingur dagsins: Íris Katla Guðmundsdóttir – 10. febrúar 2012
Það er Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Íris Katla er fædd 10. febrúar 1992 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hún byrjaði í golfi 2006, þ.e. 14 ára og var byrjuð að keppa á unglingamótaröðinni árið eftir, 2007. Meðal afreka Írisar Kötlu á golfsviðinu eru Íslandsmeistaratitlar með sveit GR í sveitakeppni GSÍ 2010 og 2011. Í kjölfarið tók Íris Katla þátt í Ladies Club Trophy keppninni, þ.e. Evrópumóti klúbba á Corfu s.l. haust, ásamt Sunnu Víðisdóttur og Rún Pétursdóttur. Íris Katla hefir farið holu í höggi, en draumahöggið sló hún á Costa Ballena, 14. maí 2011. Íris Katla stefnir á háskólagolfið í Bandaríkjunum. Aðrir frægir Lesa meira
Asíutúrinn: Mardan Mamat leiðir þegar ICTSI Philippine Open er hálfnað
Mardan Mamat, frá Singapore, þessi sem á sama afmælisdag og Hlynur Geir Hjartarson, GOS, er í 1. sæti á ICTSI Philippine Open. Mamat, sem er 44 ára átti fremur tíðindalaust keppnistímabil í fyrra en hefir tekið sig á m.a. með því að fara í ræktina í keppnishlénu. Eins sagði hann að það að skipta tíma sínum milli Asíutúrsins og japanska PGA hafi skaðað leik hans. Hann hafi einfaldlega spilað yfir sig. Í dag spilaði Mamat á 70 höggum og er því samtals búinn að spila á 139 höggum (69 70), þ.e. -5 undir pari samtals. Eftir 2. hring fyrr í dag sagði Mamat m.a. á blaðamannafundi: „Ég ber mikla virðingu fyrir Lesa meira







