Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2012 | 06:45

PGA: Dustin Johnson, Charlie Wi og Danny Lee efstir á AT&T Pebble Beach eftir 1. dag – Hápunktar og högg 1. dags

Það eru  Dustin JohnsonCharlie Wi og Danny Lee, sem deila 1. sætinu á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, sem fram fer 9.-12. febrúar 2012. Allir voru þeir á -9 undir pari eftir 1. dag: Johnson og Lee á 63 höggum, en þeir spiluðu á Pebble Beach og Charlie Wi á 61 höggi, en hann spilaði á Mornterey Peninsula.

Í 4. sæti eru Ken Duke og Brian Harman, en báðir spiluðu á Pebble og voru á -8 undir pari og því aðeins 1 höggi á eftir forystunni.

Í 6. sæti er Nick Watney á -6 undir pari ásamt 3 öðrum kylfingum og 10. sætið verma 5 kylfingar á -5 undir pari hver þ.e  Golf Boy-inn  Hunter Mahan og nýliðarnir: SummerhayesLeeEstes og DeLaet. Í 15. sæti er hópur 12 kylfinga sem allir spiluðu á -4 undir pari og þeirra frægastur Tiger Woods.

Mótið er eitt frægasta mótið á PGA Tour og á rætur að rekja til ársins 1930 þegar söngvarinn vinsæli, Bing Crosby kallaði saman “nokkra” vini sína til þess að afla fjár til góðgerðarmála og … skemmta sér svolítið. Í dag er mótið hluti af PGA-mótaröðinni, en fyrsta mótið í tengslum við PGA fór fram 1937, með Bing sem gestgjafa. Sigurvegari mótsins var Sam Snead og fékk hann $ 500 fyrir fyrsta sætið. Verðlaunafé dagsins í dag er mun hærra.

Einn skemmtilegasti hluti mótsins er þegar atvinnukylfingar dagsins í dag eru paraðir saman við kylfinga í skemmtanabranasanum og heiðra þannig tengsl mótsins við Bing og Hollywood, en í árdaga voru það velhafandi kylfingar meðal fólks í skemmtanabransanum, sem studdi við bakið á strögglandi atvinnukylfingum.

Til þess að sjá stöðuna á mótinu smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, arnarhöggið sem Ken Duke átti á par-4 16. braut smellið HÉR: