
PGA: Dustin Johnson, Charlie Wi og Danny Lee efstir á AT&T Pebble Beach eftir 1. dag – Hápunktar og högg 1. dags
Það eru Dustin Johnson, Charlie Wi og Danny Lee, sem deila 1. sætinu á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, sem fram fer 9.-12. febrúar 2012. Allir voru þeir á -9 undir pari eftir 1. dag: Johnson og Lee á 63 höggum, en þeir spiluðu á Pebble Beach og Charlie Wi á 61 höggi, en hann spilaði á Mornterey Peninsula.
Í 4. sæti eru Ken Duke og Brian Harman, en báðir spiluðu á Pebble og voru á -8 undir pari og því aðeins 1 höggi á eftir forystunni.
Í 6. sæti er Nick Watney á -6 undir pari ásamt 3 öðrum kylfingum og 10. sætið verma 5 kylfingar á -5 undir pari hver þ.e Golf Boy-inn Hunter Mahan og nýliðarnir: Summerhayes, Lee, Estes og DeLaet. Í 15. sæti er hópur 12 kylfinga sem allir spiluðu á -4 undir pari og þeirra frægastur Tiger Woods.
Mótið er eitt frægasta mótið á PGA Tour og á rætur að rekja til ársins 1930 þegar söngvarinn vinsæli, Bing Crosby kallaði saman “nokkra” vini sína til þess að afla fjár til góðgerðarmála og … skemmta sér svolítið. Í dag er mótið hluti af PGA-mótaröðinni, en fyrsta mótið í tengslum við PGA fór fram 1937, með Bing sem gestgjafa. Sigurvegari mótsins var Sam Snead og fékk hann $ 500 fyrir fyrsta sætið. Verðlaunafé dagsins í dag er mun hærra.
Einn skemmtilegasti hluti mótsins er þegar atvinnukylfingar dagsins í dag eru paraðir saman við kylfinga í skemmtanabranasanum og heiðra þannig tengsl mótsins við Bing og Hollywood, en í árdaga voru það velhafandi kylfingar meðal fólks í skemmtanabransanum, sem studdi við bakið á strögglandi atvinnukylfingum.
Til þess að sjá stöðuna á mótinu smellið HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 1. dags á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, smellið HÉR:
Til þess að sjá högg 1. dags á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, arnarhöggið sem Ken Duke átti á par-4 16. braut smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023