
Úrslit og myndasería: Opna haustmót GR – 9. október 2011
Opna Haustmót GR fór fram á Grafarholtsvelli í dag, sunnudaginn 9. október. Óhætt er að segja að frábær þátttaka hafi verið í mótinu en alls tóku 116 kylfingar þátt að þessu sinni. Þátttakendur fengu ekta íslenskt haustveður, smá kuldi og vindur. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki, keppt var í flokki 0-8,4 og 8,5 og hærra. Nándarverðlaun voru veitt á öllum par 3 holum vallarins. Sérstök aukaverðlaun voru veitt fyrir lengsta upphafshögg á 3. braut og fyrir þann sem var næstur holu í þriðja höggi á 15. braut.
Til þess að sjá myndaseríu úr mótinu smellið hér: OPNA HAUSTMÓT GR
Helstu úrslit í Opna Haustmóti GR urðu:
Forgjafarflokkur 0-8,4
1.sæti Gústav Alfreðsson GR – 37 punktar
2.sæti Óskar Bjarni Ingason GR – 37 punktar
3.sæti Leifur Kristjánsson GR – 37 punktar
Forgjafarflokkur 8,5 og hærra
1.sæti Alastair Nigel Howarth Kent GR – 41 punktur
2.sæti Bjarni Kristjánsson GBE – 40 punktar
3.sæti Magnús Már Guðmundsson GKG 39 punktar
Næstur holu í upphafshöggi á:
2. braut – Óskar Kristjánsson GR – 1,82m
6. braut – Steingrímur Gautur Pétursson NK – 1,46m
11. braut – Arnar Unnarsson GR – 2,59m
17. braut – Jón Marinó Guðbrandsson GKj – 1,48m
Sérstök aukaverðlaun:
Lengsta upphafshögg á 3. braut: Finnbogi Einar Steinarsson GF
Næstu holu í þriðja höggi á 15. braut: Arnar Unnarsson GR – 2,48m
Verðlaunahafar gátu vitjað vinninga sinna á skrifstofu GR að Korpúlfsstöðum frá og með morgundeginum 10. október. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl.9-16.
Heimild: grgolf.is
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?