Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2012 | 16:00

Úrslit og myndasería: Opna haustmót GR – 9. október 2011

Opna Haustmót GR fór fram á Grafarholtsvelli í dag, sunnudaginn 9. október. Óhætt er að segja að frábær þátttaka hafi verið í mótinu en alls tóku 116 kylfingar þátt að þessu sinni. Þátttakendur fengu ekta íslenskt haustveður, smá kuldi og vindur. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki, keppt var í flokki 0-8,4 og 8,5 og hærra. Nándarverðlaun voru veitt á öllum par 3 holum vallarins. Sérstök aukaverðlaun voru veitt fyrir lengsta upphafshögg á 3. braut og fyrir þann sem var næstur holu í þriðja höggi á 15. braut.

Til þess að sjá myndaseríu úr mótinu smellið hér: OPNA HAUSTMÓT GR

Helstu úrslit í Opna Haustmóti GR urðu:

Forgjafarflokkur 0-8,4
1.sæti Gústav Alfreðsson GR – 37 punktar
2.sæti Óskar Bjarni Ingason GR – 37 punktar
3.sæti Leifur Kristjánsson GR – 37 punktar

Forgjafarflokkur 8,5 og hærra
1.sæti Alastair Nigel Howarth Kent GR – 41 punktur
2.sæti Bjarni Kristjánsson GBE – 40 punktar
3.sæti Magnús Már Guðmundsson GKG 39 punktar

Næstur holu í upphafshöggi á:

2. braut – Óskar Kristjánsson GR – 1,82m
6. braut – Steingrímur  Gautur Pétursson NK – 1,46m
11. braut – Arnar Unnarsson GR – 2,59m
17. braut – Jón Marinó Guðbrandsson GKj – 1,48m

Sérstök aukaverðlaun:
Lengsta upphafshögg á 3. braut: Finnbogi Einar Steinarsson GF
Næstu holu í þriðja höggi á 15. braut: Arnar Unnarsson GR – 2,48m

Verðlaunahafar gátu vitjað vinninga sinna á skrifstofu GR að Korpúlfsstöðum frá og með morgundeginum 10. október. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl.9-16.

Heimild: grgolf.is