Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2012 | 13:55

Myndasería: Horft tilbaka yfir íslenska golfhaustið – Haustmyndir af 5 golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu

Þann 3. október 2011 fór Golf 1 á stúfanna og tók myndir af 5 golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu þ.e. af: Hvaleyrinni (GK); Leirdalsvelli (GKG), Urriðavelli (GO), Grafarholtinu (GR) og Hlíðavelli (GKJ).  Veður var búið að vera fremur leiðinlegt, rigning og hvasst og lítið hægt að spila golf, en síðan birti til 3. október og þeir alhörðustu drógu fram settin og létu sig hafa það að spila blauta vellina.  Haustlitirnir voru einstaklega fallegir og gaman að horfa tilbaka og sjá í hverslags draumaumhverfi kylfingar Íslands lifa og hrærast í. Nokkuð merkilegur fjöldi sveppa, sem myndir náðust af á æfingasvæði GKJ!

SMELLIÐ HÉR: TIL AÐ SJÁ MYNDASERÍU FRÁ 5 GOLFVÖLLUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Í HAUSTLITUM

Þetta er næstsíðasta myndaserían frá haustinu 2011 – sú síðasta birtist hér á eftir, kl. 16 og er frá Opnu golfmóti GR, sem fram fór 9.10.11 þeirri skemmtilegu dagsetningu. Frétt Golf 1 um mótið verður endurbirt þar sem myndkerfi Golf 1 var ekki komið í lag s.l. október og því ekki hægt að birta þessa síðustu óbirtu haustseríu þá. Tekin var sú stefna að birta aðrar haustmyndaseríur t.a.m. af súpumóti GSG og Opnu móti GOS jafnóðum og mótin fóru fram og hafa þær seríur því þegar birst, enda komst myndkerfið mjög fljótt í gagnið.  Nú fer því að líða að þvi að ekki verði horft aftur í tímann heldur birtast myndaseríur jafnóðum og mótin fara fram… með einni örlítilli undantekningu…

Allra síðustu myndaseríur, sem birtar verða hér á Golf 1 frá 2011 eru frá  nokkrum GSÍ mótum. Byrjað verður á myndaseríum frá Áskorendamótaröðinni, Arionbankamótaröð unglinga, Eimskipsmótaröðinni, síðan verða myndir frá 35+ og , en árið 2011 fóru karla- og kvennamótin fram á sitthvorum völlunum; karlarnir spiluðu  í Kiðjaberginu og konurnar í Öndverðarnesinu. Síðan verður 1 myndasería frá Íslandsmóti öldunga í Kiðjabergi. Myndaseríum  af GSÍ mótum 2011  lýkur hér á Golf 1með myndum frá lokahófi GSÍ, í höfuðstöðvum Arionbanka, 10. september 2011 s.l.

Framundan er síðan vor, sumar og haust 2012 og margar skemmtilegar myndaseríur væntanlegar!