Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Íris Katla Guðmundsdóttir – 10. febrúar 2012

Það er Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Íris Katla er fædd 10. febrúar 1992 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hún byrjaði í golfi 2006, þ.e. 14 ára og var byrjuð að keppa á unglingamótaröðinni árið eftir, 2007. Meðal afreka Írisar Kötlu á golfsviðinu eru Íslandsmeistaratitlar með sveit GR í sveitakeppni GSÍ 2010 og 2011. Í kjölfarið tók Íris Katla þátt í Ladies Club Trophy keppninni, þ.e. Evrópumóti klúbba á Corfu s.l. haust, ásamt Sunnu Víðisdóttur og Rún Pétursdóttur.  Íris Katla hefir farið holu í höggi, en draumahöggið sló hún á Costa Ballena, 14. maí 2011. Íris Katla stefnir á háskólagolfið í Bandaríkjunum.

Afmæliskylfingur dagsins, Íris Katla Guðmundsdóttir, í efstu röð t.v., ásamt öðrum Íslandsmeisturum í kvennasveit GR 2011. Mynd: Í eigu Írisar Kötlu

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Greg Norman, 10. febrúar 1955 (57 ára);  Alexis Thompson  10. febrúar 1995 (17 ára)…. og