Asíutúrinn: Mardan Mamat leiðir þegar ICTSI Philippine Open er hálfnað
Mardan Mamat, frá Singapore, þessi sem á sama afmælisdag og Hlynur Geir Hjartarson, GOS, er í 1. sæti á ICTSI Philippine Open. Mamat, sem er 44 ára átti fremur tíðindalaust keppnistímabil í fyrra en hefir tekið sig á m.a. með því að fara í ræktina í keppnishlénu. Eins sagði hann að það að skipta tíma sínum milli Asíutúrsins og japanska PGA hafi skaðað leik hans. Hann hafi einfaldlega spilað yfir sig.
Í dag spilaði Mamat á 70 höggum og er því samtals búinn að spila á 139 höggum (69 70), þ.e. -5 undir pari samtals.
Eftir 2. hring fyrr í dag sagði Mamat m.a. á blaðamannafundi: „Ég ber mikla virðingu fyrir þessum golfvelli. Hann getur gert mann glaðan og óhamingjusaman. Ég vonast til að vera ánægður næstu tvo daga. Mér líkar nefnilega hvernig ég er að spila.“
Í 2. sæti eru 3 kylfingar: 2 heimamenn, Ferdinand Aunzo og Antonio Lascuna og Bandaríkjamaðurinn Ben Fox. Allir eru 3 höggum á eftir Mamt á samtals -2 undir pari, samtals 142 höggum hver.
Til þess að sjá stöðuna þegar ICTSI Philippine Open er hálfnað smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024