
Asíutúrinn: Mardan Mamat leiðir þegar ICTSI Philippine Open er hálfnað
Mardan Mamat, frá Singapore, þessi sem á sama afmælisdag og Hlynur Geir Hjartarson, GOS, er í 1. sæti á ICTSI Philippine Open. Mamat, sem er 44 ára átti fremur tíðindalaust keppnistímabil í fyrra en hefir tekið sig á m.a. með því að fara í ræktina í keppnishlénu. Eins sagði hann að það að skipta tíma sínum milli Asíutúrsins og japanska PGA hafi skaðað leik hans. Hann hafi einfaldlega spilað yfir sig.
Í dag spilaði Mamat á 70 höggum og er því samtals búinn að spila á 139 höggum (69 70), þ.e. -5 undir pari samtals.
Eftir 2. hring fyrr í dag sagði Mamat m.a. á blaðamannafundi: „Ég ber mikla virðingu fyrir þessum golfvelli. Hann getur gert mann glaðan og óhamingjusaman. Ég vonast til að vera ánægður næstu tvo daga. Mér líkar nefnilega hvernig ég er að spila.“
Í 2. sæti eru 3 kylfingar: 2 heimamenn, Ferdinand Aunzo og Antonio Lascuna og Bandaríkjamaðurinn Ben Fox. Allir eru 3 höggum á eftir Mamt á samtals -2 undir pari, samtals 142 höggum hver.
Til þess að sjá stöðuna þegar ICTSI Philippine Open er hálfnað smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023