
Richard Sterne glaður að vera farinn að spila golf eftir fjarveru vegna gigtar
Richard Sterne frá Suður-Afríku viðurkennir að hann sé ánægður að vera aftur farinn að spila golf eftir að hafa misst af næstum öllu síðasta keppnistímabilinu vegna krónískrar gigtar.
Richard, 30 ára, var rísandi stjarna á Evróputúrnum og vann 5 sinnum á árunum 2004-2009 á þeim túr.
En Sterne hefir aðeins spilað í 10 mótum á s.l. 2 keppnistímabilum vegna gigtarinnar.
Richard tók þátt í sínu fyrsta móti í 11 mánuði þegar hann spilaði á Africa Open s.l. mánuð og í ljósi alls var árangur hans þar meira en viðunandi, 6. sætið.
Richard Sterne tekur þátt í Dubai Desert Classic og hóf leik í gær á 66 höggum. Hann var á 71 höggi í dag og er ásamt 4 öðrum kylfingum T-13 (þ.e. deilir 13. sæti með þeim) og er á samtals -7 undir pari.
„Ég er með lausan disk í bakinu og er að kljást við gigt en vonandi er ég nú kominn á réttu meðulinn.“ sagði Sterne.
„Ég reyndi að spila nokkrum sinnum á síðasta ári, en verkurinn var bara svo mikill að hann hafði áhrif á sveifluna.“
„Ég hef verið hjá sjúkraþjálfara og reynt að byggja mig almennt up og mér finnst ég nógu hress til að spila í augnablikinu.“
Sterne sagði líka hafa fengið hvatningu vegna góðs árangurs landa sinna Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel sem báðir hafa unnið á risamótum.
„Þeim hefir gengið svo vel að ég er ákveðinn að reyna að fylgja þeim og gera eitthvað framúrskarandi á einverju sviði,“ sagði Sterne í viðtali við útvarpsstöð Evróputúrsins.
Heimild: europeantour.com
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ