
PGA: Wi í forystu þegar AT&T Pebble Beach Pro-Am er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags
Það er Charlie Wi sem leiðir þegar AT&T Pebble Beach Pro-Am er hálfnað. Hann er samtals búinn að spila á -12 undir pari og í nótt spilaði hann á Pebble og var á glæsiskori þar 69 höggum. Samtals er Charlie því búinn að spila á 130 höggum (61 69).
Í 2. sæti er Dustin Johnson á -9 undir pari, samtals 135 höggum (63 72).
Í 3. sæti er hópur 5 kylfinga m.a. með Vijay Singh innanborðs á -8 undir pari.
Í 8. sæti er hópur 9 kylfinga, þar sem m.a. er Phil Mickelson en hann rauk upp skortöfluna úr 33. sæti með hring upp á 65, en Phil spilaði á Monterey Peninsula. Sjá má myndskeið af Phil á 2. hring með því að smella HÉR: Allir í 8. sæti eru samtals búnir að spila á -7 undir pari.
Það er loks í 17. sæti sem við komum að Tiger Woods, en hann deilir því sæti með 3 öðrum kylfingum: Ryan Moore og Ricky Barnes (þeir 3 spiluðu á Monterey í nótt) og loks nýliðanum Richard H. Lee (sem Golf 1 kynnti hér um daginn, sjá kynningu HÉR: og sem varð vitni að frábærum 2 ásum Daníel Chopra á Pebble á æfingahring). Richard H. Lee spilaði á Pebble. Allir í 17. sæti hafa spilað á samtals -6 undir pari og á samtals 136 höggum; Tiger (68 68).
Til þess að sjá stöðuna á AT&T Pebble Beach Pro-Am eftir 2. dag smellið HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 2. dags á AT&T Pebble Beach Pro-Am smellið HÉR:
Til þess að sjá högg 2. dags á AT&T Pebble Beach Pro-Am, sem Geoff Ogilvy átti á 18. braut smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023