Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2012 | 07:00

PGA: Bill Murray stendur sig vel meðal áhugamanna á Pebble Beach – myndskeið

Bill Murray er einn hinna frægu áhugamanna, sem alltaf vekur athygli á AT&T Pebble Beach mótinu, nú í ár fyrir heldur frumlegt blátt höfuðfat. Bill hefir í tæp 20 ár tekið þátt í mótinu og eins spilar hann á ári hverju með Scott Simpson á Champions Tour. Bill þykir meðal betri kylfinga í skemmtanabransanum og er gífurlega vinsæll fréttamatur vegna skemmtilegs húmors síns.

Bill Murray er fæddur 21. september 1950 og er því 61 árs. Hann er grínisti og leikari og þekktastur fyrir leik sinn í golfmyndinni Caddyshack (1980), þar sem hann lék golfvallarstarfsmanninn Carl og draugabanann í Ghostbusters (1984). Nú í ár fáum við að sjá hann í hlutverki Saul í kvikmyndinni: „A Glimpse Inside the Mind of Charles Swan III.“ Og þá er aðeins tæpt á löngum og farsælum leikferli Bill Murray.

Murray er á lausu. Hann hefir verið tvíkvæntur og er tvískilinn og á 6 syni, en flestir þeirra spila golf og veit Bill fátt skemmtilegra en að spila golf með sonum sínum.  Bill Murray á heimili í  Los Angeles, Martha´s Vineyard í Massachusetts, Charleston í S-Karólínu og í Rockland, New York.

Hér má sjá myndskeið með Bill Murray á Pebble Beach þar sem hann nær boltanum úr erfiðri legu í sandglompu: MYNDSKEIÐ MEÐ BILL MURRAY

Sem stendur er Murray, sem spilar með D.A. Points á Pebble Beach T-26 en til samanburðar mætti geta að Tiger Woods og Tony Romo eru T-50.  Sjá má stöðu áhugamanna á mótinu HÉR: