Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Marianne Skarpenord – 11. febrúar 2012

Það er norska frænka okkar Marianne Skarpenord sem er afmæliskylfingur dagsins. Skarpenord fæddist 11. febrúar 1981 í Borgenhaugen í Noregi og er því  31 árs í dag. Sem stendur er Marianne í Ástralíu þar sem hún tekur þátt í ISPS Handa Women´s Australian Open. Marinne spilar bæði á LET og LPGA.

Marianne Skarpenord.

Marianne þótti mikið efni í golfi, sem barn og unglingur , en hún vann m.a. British Girls Championship 2003, þegar hún bar sigurorð af hinni spænsku Beatriz Recari á lokahring. Eins vann hún Junior Solheim Cup með liði Evrópu sama ár. Marianne hefir 5 sinnum sigrað eftir að hún gerðist atvinnumaður í golfi 2005, þar af 2 sinnum á LET.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Burt Reynolds  (leikari), 11. febrúar 1936 (76 ára);  Irvin Mazibuko, spilar á Sólskinstúrnum, 11. febrúar 1978 (34 ára); Edoardo Molinari, 11. febrúar 1981 (31 árs); Caroline Westrup, 11. febrúar 1986 (26 ára)…

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is