Sumir ferðuðust langa leið til að spila í Febrúarmóti GSG – feðgarnir Arinbjörn og Tumi Kúld komu alla leið frá Akureyri. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2012 | 20:45

GSG: Myndsería og úrslit – Óskar Bjarni og Sigurður sigruðu í Sandgerði í dag

Það var frábært að spila golf í Sandgerði í dag. Þótt skýjað hafi verið og völlurinn mjög blautur, þá er samt æðislegt að geta spilað golf á Íslandi um miðjan febrúar. Jafnvel kanínurnar nutu veðurblíðunnar og hoppuðu úti á Kirkjubólsvelli innan um kylfingana. Hér má sjá: MYNDASERÍU FRÁ 1. FEBRÚARMÓTI GSG 2012

Kanínurnar á Kirkjubólsvelli -11. febrúar 2012. Mynd: Golf 1

Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf  og voru verðlaun veitt fyrir 3 efstu sæti og 1 verðlaun í höggleik. án forgjafar. Í punktakeppninni sigraði Sigurður Kristjánsson, GSG; var á 36 punktum.

Í höggleiknum sigraði Óskar Bjarni Ingason, GR, var á 76 höggum.

Margt frábært gerðist á Kirkjubólsvelli í dag, en auk ofangreindra verðlauna voru veitt nándarverðlaun þeim, sem var næstur holu á par-3, 2. brautinni. Jón Gunnar Gunnarsson, GK, gerði sér lítið fyrir og krækti sér í nándarverðlaunin með stæl, fékk ás á 2. braut!

Jón Gunnar Gunnarsson, GK, fékk ás á 2. braut í Sandgerði í dag! Mynd: Golf 1

En það voru fleiri afrek unninn á Kirkjubólsvelli. Sigríður Erlingsdóttir, GSG, sem er nýsest í stjórn Golfklúbbs Sandgerðis sýndi snilldartakta á 13. braut þegar hún fékk örn!

Sigríður Erlingsdóttir, GSG, fékk örn á 13. braut Kirkjubólsvallar. Þrettánda brautin er par-4 og Sigríður þurfti aðeins 2 högg. Mynd: Golf 1.

Svangir og kaldir kylfingar fengu síðan heita sveppasúpu, auk þess sem boðið var upp á nammilega síldarrétti að hætti Golfklúbbs Sandgerðis.

Þess mætti geta að GSG ætlar að halda annað mót næsta sunnudag og hefir þegar verið opnað fyrir skráningu á því. Hægt er að skrá sig á golf.is eða með því að smella hér:            2. FEBRÚARMÓT GSG 2012

Hér má svo sjá helstu úrslit.

Höggleikur án forgjafar:

1 Óskar Bjarni Ingason GR 1 F 40 36 76 4 76 76 4
2 Eyþór Ágúst Kristjánsson GOB 2 F 40 39 79 7 79 79 7
3 Einar Haukur Óskarsson GOB -1 F 39 40 79 7 79 79 7
4 Karl Hólm GSG 3 F 38 41 79 7 79 79 7
5 Einar Heiðarsson GSG 8 F 41 40 81 9 81 81 9
6 Tumi Hrafn Kúld GA 2 F 41 41 82 10 82 82 10
7 Hans Guðmundsson GO 8 F 42 41 83 11 83 83 11
8 Daníel Einarsson GSG 8 F 42 42 84 12 84 84 12
9 Óttar Helgi Einarsson GKG 5 F 42 43 85 13 85 85 13
10 Rafn Halldórsson GK 13 F 42 43 85 13 85 85 13

Punktakeppni:

1 Sigurður Kristjánsson GSG 20 F 16 20 36 36 36
2 Rafn Halldórsson GK 13 F 17 19 36 36 36
3 Hörður Vilhjálmur Sigmarsson GK 13 F 17 19 36 36 36
4 Einar Heiðarsson GSG 8 F 16 19 35 35 35
5 Sigríður Erlingsdóttir GSG 20 F 17 18 35 35 35