Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2012 | 14:00

Martin Kaymer fór holu í höggi í fyrsta sinn… en vildi ekki láta taka mynd af sér með verðlaunagripnum!

Martin Kaymer fór s.s. fréttst hefir holu í höggi í gær á Dubai Desert Classic mótinu. Hann sló draumahöggið, á 7. holu par-3, á 2. hring í gær.  Þetta er í fyrsta sinn sem Martin Kaymer fer holu í höggi.

Fyrir afrekið hlaut hann Omega Seamaster úr sem kostar £12,500 (u.þ.b. 2.5 milljónir íslenskar krónur).

Styrktaraðili Kaymer er hins vegar Rolex og því neitaði hann að láta taka mynd af sér með verðlaunagripnum.

Nokkuð svipað henti Skotann Stephen Gallacher á 1. hring mótsins þegar hann fékk ás á 15. holu.  Fyrir það hlaut hann rennilegann Mercedes S-Class, sem hann keyrir væntanlega aldrei því hann er á styrktarsamningi hjá Audi.

Í gær sagði hann: „Ég er ekki viss hvað ég kem til með að gera við bílinn – ég er ekki viss að þeir láti mig hafa peninga andvirði hans.“

Heimild: www.dailyrecord.co.uk