
Martin Kaymer fór holu í höggi í fyrsta sinn… en vildi ekki láta taka mynd af sér með verðlaunagripnum!
Martin Kaymer fór s.s. fréttst hefir holu í höggi í gær á Dubai Desert Classic mótinu. Hann sló draumahöggið, á 7. holu par-3, á 2. hring í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Martin Kaymer fer holu í höggi.
Fyrir afrekið hlaut hann Omega Seamaster úr sem kostar £12,500 (u.þ.b. 2.5 milljónir íslenskar krónur).
Styrktaraðili Kaymer er hins vegar Rolex og því neitaði hann að láta taka mynd af sér með verðlaunagripnum.
Nokkuð svipað henti Skotann Stephen Gallacher á 1. hring mótsins þegar hann fékk ás á 15. holu. Fyrir það hlaut hann rennilegann Mercedes S-Class, sem hann keyrir væntanlega aldrei því hann er á styrktarsamningi hjá Audi.
Í gær sagði hann: „Ég er ekki viss hvað ég kem til með að gera við bílinn – ég er ekki viss að þeir láti mig hafa peninga andvirði hans.“
Heimild: www.dailyrecord.co.uk
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster