
Hver er kylfingurinn: Tina Miller?
Hver er kylfingurinn: Tina Miller?
Christina Mae “Tina” Miller fæddist 31. janúar 1983 í Miami í Flórida. Tina hefir spilað golf frá 7 ára aldri. Hún spilaði golf með strákaliði menntaskólans Archbishop Curley-Notre Dame High School í Míamí, þar sem hún var í 1. sæti á mörgum mótum hún keppti í. Hún var í golfhóp sem kallaði sig “The Untouchables”, sem samanstóð af henni, skólafélaga hennar úr UM, Scott Tanner og Matt Pendleton, sem útskrifaðist úr University of Florída.
Eftir farsælan feril í unglingagolfinu fékk Tina fullan skólastyrk í University of Miami (UM) í Coral Gables, í Flórída. Hún fékk m.a. inngöngu í Iron Arrow Honor Society í UM. Tina útskrifaðist frá skólanum 2005, með BA gráðu í grafískri hönnun og markaðsmál sem undirgrein.
Eftir farsæl ár í unglingagolfinu, háskólagolfinu og sem áhugamaður gerðist Tina atvinnumaður í golfi 2005 á LPGA Wendy´s Championship for Children í Dublin, Ohio, þar sem hún spilaði í boði styrktaraðila. Hún hefir tvívegis komist í lokaúrtökumót LPGA Q-school og náði m.a. holu í höggi á 4. hring nú í desember s.l. Árin 2006 og 2007 spilaði Tina á Futures Tour.
Tina giftist fótboltamanninum Rhys Lloyd, sem spilar á NFL, í febrúar 2009. Tina er því ekki bara verðandi golfstjarna heldur tilheyrir hún líka þeim hópi, sem Bandaríkjamenn kalla WAG (Wives And Girlfriends). Hún hefir síðan þá tekið þátt í golfraunveruleikaþáttum Golf Channel, Big Break og er að hugsa um frama í módelstörfum.
Heimild: Wikipedia (að hluta)
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023