Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2012 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 22. sæti á NorthropGrumman Regional Challenge

Í Palos Verdes golfklúbbnum á Palos Verdes Estates fer dagana 13.-15. febrúar fram bandarískt kvenháskólagolfmót: NorthropGrumman Regionals Challenge. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Wake Forest tekur þátt í mótinu ásamt öðrum úr liði Wake. Þátttakendur eru um 80 frá 15 háskólum.

Ólafía Þórunn lék í gær á +3 yfir pari, 74 höggum og deilir 22. sætinu ásamt 6 öðrum. Frænka Tiger, Cheynne Woods lék best allra í liði Wake spilaði 1. hring á +1 yfir pari, 72 höggum og deilir 11. sætinu með 6 öðrum líkt og Ólafía Þórunn.

Wake Forest deilir næstneðsta sætinu með Oklahoma háskóla, þ.e. er T-13 og ræður þar mestu um frammistaða annarra í liðinu en Allison Emrey og Emily Wright spiluðu báðar á +12 yfir pari, 83 höggum og eru í þriðjaneðsta sætinu þ.e. deila báðar 77. sætinu.

Til þess að sjá stöðuna á NorthropGrumman Regional Challenge smellið HÉR: