Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2012 | 18:00

Natalie Gulbis kemur fram í bikiníblaði Sports Illustrated

Sanngjarnt eða ekki Natalie Gulbis hefir alltaf dregið að sér meiri athygli fyrir útlit sitt en golfleik. Og það  breytist ekki  á næstunni.

Þessi 29 ára golfstjarna á LPGA (Gulbis) mun birtast í bikiníblaði Sports Illustrated, sem kemur í bókabúðir í Bandaríkjunum í  þessari viku.  Og jafnvel þó hún hafi setið fyrir á ögrandi myndum áður þá er þessi svolítið frábrugðin vegna þess að það sem hún „klæðist“ er í raun ekkert annað en líkamsmálning.  Í raun er þetta aðeins þunnt lag af málningu og má sjá fyrstu myndir og myndskeið af Gulbis með því að smella hér:   Myndir af Natalie Gulbis í bikiníi fyrir Sports Illustrated

Í viðtalinu við Golf.com þarf Gulbis ekki að hugsa sig um lengi áður en hún svarar spurningunni um hvorar aðstæðurnar séu meira stressandi: að þurfa að setja niður 2 m pútt fyrir sigri eða að sitja nakin fyrir meðan að hópur ókunnugra málar á líkamann.

„Mesta stressið var þegar verið var að taka myndirnar. Ég var svo taugaóstyrk. Maður er þarna og þeir eru að spila músík og allir eru að skemmta sér og dansandi um,“ sagði Gulbis. „Þeir gleyma því algerlega að maður var nakin, en maður er sér þess mjög meðvituð og gleymir því auðvitað ekki. Og allir eru að horfa á mann.“

Hvernig telur Gulbis að félagar hennar á LPGA munu bregðast við þessu uppátæki hennar?

„Ég hugsa að þeir verði bara spenntir. Ég skil af hverju forsvarsmenn mótaraðarinnar gætu hugsanlega sagt: „Af hverju er hún að þessu? En ég hef aldrei fengið eitthvað slíkt frá þeim,“ sagði Gulbis. „Á þeim 10 árum sem ég hef verið á túrnum, og ég eða aðrir kylfingar hafa tekið þátt í markaðsuppátækjum eða sýningum þá hefir það alltaf verið stutt. LPGA er spennt þegar tímarit á borð við Sports Illustrated vill hafa einhverjar okkar í blaðinu. Það er alltaf gott fyrir túrinn og ég tel að kylfingarnir sjái það. Og túrinn hefir alltaf stutt mig. Ég hugsa að þeir verði bara mjög spenntir.“

Gulbis laut og það kom mörgum á óvart í lægra haldi fyrir Melissu Reid í 1. umferð Golf Digest á keppni um „heitasta kylfinginn. Kannski að niðurstaðan hefði verið önnur hefðu lesendur séð nýjustu myndirnar af Natalie Gulbis.

 Heimild: Golf Digest