Ernie Els rétt sleppur inn á heimsmeistaramótið í holukeppni
Númer 1 á heimslistanum, Luke Donald, sem vann það frækilega afrek að vera efstur á peningalistum helstu golfmótaraða beggja vegna Atlantasála í fyrra, er fyrstur í flokki þeirra sem hafa þátttökurétt á heimsmeistaramótið í höggleik.
Öruggir inn í mótið eru líka nr.2-4 á heimslistanum Lee Westwood, Rory McIlroy og Martin Kaymer.
Phil Mickelson, sem svo eftirminnilega vann á Pebble Beach nú um helgina og hækkaði sig við það í 11. sæti heimslistans ætlar ekki að vera með í holukeppninni en spilar þess í stað á Riviera… en það verður til þess að sá sem er í 65. sæti heimslistans – Ernie Els dettur inn í mótið, en 64 efstu á heimslistanum hafa þátttökurétt á mótinu.
Það að Phil tekur ekki þátt leiðir líka til þess að George Coetzee frá Suður-Afríku er fyrsti varamaður inn í mótið og á góðan sjéns að komast ef Paul Casey, sem er nr. 23 á heimslistanum ákveður að keppa ekki, en hann hefir verið meiddur á öxl.
Varamenn á eftir Coetzee eru Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore, Ástralinn Robert Allenby og Hollendingurinn Joost Luiten.
Kanarí-eyingurinn Rafael Cabrera-Bello sem sigraði svo glæsilega á Dubai Desert Classic fór við það úr 119. sætinu í 60. sætið á heimslistanum og á öruggt sæti á heimsmeistaramótinu, en Nicholas Colsaerts sem var T-9 í mótinu skaust við það upp í 64. sæti heimslistans og þar með í síðasta „örugga“ sætiið í heimsmeistaramótinu í holukeppni.
Heimild: Khaleej Times
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024