Ernie Els
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2012 | 10:00

Ernie Els rétt sleppur inn á heimsmeistaramótið í holukeppni

Númer 1 á heimslistanum, Luke Donald, sem vann það frækilega afrek að vera efstur á peningalistum helstu golfmótaraða beggja vegna Atlantasála í fyrra, er fyrstur í flokki þeirra sem hafa þátttökurétt á heimsmeistaramótið í höggleik.

Öruggir inn í mótið eru líka nr.2-4 á heimslistanum Lee Westwood, Rory McIlroy og Martin Kaymer.

Phil Mickelson, sem svo eftirminnilega vann á Pebble Beach nú um helgina og hækkaði sig við það í 11. sæti heimslistans ætlar ekki að vera með í holukeppninni en spilar þess í stað á Riviera… en það verður til þess að sá sem er í 65. sæti heimslistans – Ernie Els dettur inn í mótið, en 64 efstu á heimslistanum hafa þátttökurétt á mótinu.

Það að Phil tekur ekki þátt leiðir líka til þess að George Coetzee frá Suður-Afríku er fyrsti varamaður inn í mótið og á góðan sjéns að komast ef Paul Casey, sem er nr. 23 á heimslistanum ákveður að keppa ekki, en hann hefir verið meiddur á öxl.

Varamenn á eftir Coetzee eru Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore, Ástralinn Robert Allenby og Hollendingurinn Joost Luiten.

Kanarí-eyingurinn Rafael Cabrera-Bello  sem sigraði svo glæsilega á Dubai Desert Classic  fór við það úr 119. sætinu í 60. sætið á heimslistanum og á öruggt sæti á heimsmeistaramótinu, en Nicholas Colsaerts sem var T-9 í mótinu skaust við það upp í 64. sæti heimslistans og þar með í síðasta „örugga“ sætiið í heimsmeistaramótinu í holukeppni.

Heimild: Khaleej Times