Níu heitustu, svölustu, kynþokkafyllstu og best útlítandi strákarnir í golfinu
Hér áður hefir birtst á Golf1 listi með kynþokkafyllstu kvenkylfingum heims. En hver skyldi nú vera kyntröll ársins 2012 af karlkylfingum? Eftir þessum lista hefir verið beðið eftir með spenningi. Afsakið Ryo Isikawa, Alvaro Quiros, Martin Kaymer, Sergio Garcia, Aaron Baddely, og aðrir, en hér er listi helstu hjartknúsara golfheimsins. Listinn er algerlega óvísindalegur, samsettur af konum, sem telja sig vita sitt hvað um golfheiminn og hefir áður birtst á robertfagan.com…. og er birtur hér lítillega breyttur aðallega til skemmtunar og yndisauka s.s. verður að vera á köldu laugardagskvöldi…. 9. sæti Ian Poulter Ian Poulter er heitur, hann á sína eigin fatalínu og fer sjaldnast troðnar slóðir hvort heldur er í Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 11 – Scott Dunlap
Scott Dunlap varð líkt og Edward Loar, Will Claxton, Daníel Summerhays og Greg Owen Owen í 18. sæti í Q-school PGA á La Quinta. Eins varð Patrick Sheehan í 18. sæti en hann verður kynntur á morgun. Scott fæddist 16. ágúst 1963 í Pittsburg, Pennsylvaníu. Það var pabbi hans, sem var aðalhvatamaður þess að Scott byrjaði að spila golf 8 ára og síðan hefir Scott ekki stoppað golfleik… þ.e. verið óstöðvandi. En Scott varð ekki bara góður í golfi hann var með 2. hæstu einkunn við útskrift úr menntaskóla (Sarasota High School). Systir hans, Page, er fyrrum kylfingur á LPGA mótaröðinni og fyrrum þjálfari kvennaliðs Vanderbilt háskóla í golfi. Scott Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar Hjartarson – 18. febrúar 2012
Afmæliskylfingur dagsins er forgjafarlægsti kylfingur Íslands, Örn Ævar Hjartarson, en hann er með -1,7 í forgjöf. Örn Ævar fæddist 18. febrúar 1978 og er því 34 ára í dag. Eins og alltaf þegar miklir afrekskylfingar, líkt og Örn Ævar, eiga afmæli er erfitt nema rétt að tæpa á öllum afrekum viðkomandi. Þegar minnst er á Örn Ævar er ekki annað hægt en að geta allra vallarmetanna sem hann á, en það frægasta setti hann eflaust 1998 þegar hann spilaði Old Course í sjálfri vöggu golfíþróttarinnar St. Andrews á 60 höggum, sem er vallarmet! Eins á Örn Ævar ýmis vallarmet hér heima t.a.m. -10 undir pari, þ.e. 62 högg í Leirunni, Lesa meira
Evrópu & Asíutúrinn: Jbe Kruger í 1. sæti eftir 3. dag Avantha Masters á Indlandi
Það er Suður-Afríkumaðurinn Jbe Kruger sem tekið hefir forystu á Avantha Masters mótinu á Indlandi. Jbe kom í hús í dag á glæsilegum 66 höggum. Hringurinn var sérlega glæsilegur fyrir þær sakir að Jbe fékk 2 erni á sama hring á 6. og 15. par-5 brautunum, auk tveggja fugla á par-4 4. braut og par-5, 18. brautinni. Alls hefir Jbe Kruger spilað á samtals -11 undir pari, 211 höggum (70 69 66). Í 2. sæti 1 höggi á eftir Jbe eru forystumaður gærdagsins Skotinn Peter Whiteford, Þjóðverjinn Marcel Siem og Frakkinn Jean-Baptiste Gonnet, allir á -10 undir pari hver. Fimmta sætinu deila síðan 6 kylfingar, þ.á.m. Spánverjinn José Manuel Lara, Lesa meira
GK: Golfklúbburinn Keilir á 45 ára afmæli í dag!
Golfklúbburinn Keilir er 45 ára í dag. Af því tilefni er vert að skyggnast um öxl og líta á sögu klúbbsins eins og hún birtist á vefsíðu Keilis, www.keilir.is: „Í október 1966 var boðað til fundar í Hábæ og komu þar saman sjö áhugamenn um golf. Hafsteinn Hansson virðist hafa haft forgöngu en auk hans voru á fundinum Jónas Aðalsteinsson, Jóhann Níelsson, Daníel Pétursson, Júlíus Sólnes, Hafsteinn Þorgeirsson og Páll Ásgeirsson. Auk þess mætti þar forseti Golfsambandsins, Sveinn Snorrason. Ákveðið var að stofna golfklúbb og efna til stofnfundar snemma árs 1967 og skipuð nefnd til að setja klúbbnum lög. Stofnfundur var haldinn 18. febrúar 1967 í Félagsheimili Kópavogs; mættu þar Lesa meira
LPGA: Ai Miyazato leiðir fyrir lokadaginn á Honda LPGA Thaíland 2012
Það stefnir í hörkuslag í kvennagolfinu á LPGA á morgun og mætast þar stálin stinn. Ai Miyazato frá Japan, fyrrum nr. 1 á R0lex-heimslista kvennagolfsins leiðir eftir 3. dag Honda LPGA Thailand 2012. Hún átti glæsihring upp á 65 högg og er því samtals búin að spila á -14 undir pari, samtals 202 höggum (67 70 65). Ai fékk hvorki fleiri né færri en 8 fugla á 3. hring, en því miður líka skolla á par-4, 3. braut Pattaya Old Course vallarins, í Síam CC, í Chonburi. Á hæla Ai er núverandi nr. 1 kvennagolfinu, Yani Tseng frá Taíwan. Hún er aðeins 1 höggi á eftir, á samtals -13 undir pari, Lesa meira
Sólskinstúrinn: Divan van den Heever efstur eftir 2. dag á Fancourt
Það var Suður-Afríkumaðurinn Divan van den Heever sem leiðir eftir 2. hring Dimension Data mótsins sem spilað er á Fancourt völlunum 3 í George, Suður-Afríku. Hann er samtals búinn að spila á 134 höggum (67 67) átti skollafrían hring í gær á Outeniqa velli Fancourt og fékk 5 fugla – sem var einkar glæsilegt. Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir er Oliver Bekker en hann er búinn að spila á samtals 135 höggum (65 70) og í 3. sæti er forystumaður 1. dags Waren Abery á samtals 137 höggum (65 72). Þrír kylfingar deila síðan 4. sæti þ.á.m. Jean Hugo, en allir eru þeim búnir að spila á Lesa meira
ALPG: Lydia Ko í 1. sæti ásamt 5 öðrum á NZ Women´s Open fyrir lokahringinn
Það eru 6 stúlkur sem leiða eftir 2. dag ISPS Handa NZ Women´s Open þ.á.m. heimastelpan hin 14 ára Lydia Ko, Hinar, sem eru í forystu eru Mariajo Uribe frá Kólombíu, Lindsey Wright frá Ástralíu; Haiji Kang frá Suður-Kóreu; Alison Walshe frá Bandaríkjunum og Carlota Ciganda frá Spáni, sem m.a. tók þátt í sama úrtökumóti LET og Tinna okkar Jóhannsdóttir, í desember s.l. Allar eru þær búnar að spila á samtals -6 undir pari, samtals 138 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir þeim er hópur 5 kylfinga, þar sem eru Bandaríkjamennirnir Gerina Piller og Cindy Lacrosse, áströlsku stúlkurnar Stephanie Na og Julia Boland og kanadíska stúlkan Lorie Kane. Gerina Piller Lesa meira
PGA: Phil Mickelson leiðir enn þegar Northern Trust er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags
Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson er enn í forystu eftir 2. dag Northern Trust, kom í hús á 70 höggum í nótt og er samtals búinn að spila -6 undir pari Staða efstu manna í efstu 3 sætunum þegar Northern Trust er hálfnað er eftirfarandi: 1. sæti Phil Mickelson -6 undir pari 66 70 136 2. sæti Pat Perez -5 undir pari 72 65 137 T-3 Jimmy Walker -4 undir pari 72 66 138 T-3 Matt Kuchar – 4 undir pari 69 69 138 T-3 Carl Pettersson -4 undir pari 68 Lesa meira
Viðtalið: Ingi Rúnar Gíslason
Ingi Rúnar Gíslason er hættur sem íþróttastjóri hjá GKJ. Óvíst er hvað tekur við hjá honum en eitt er víst að hann mun spila meira golf á n.k. sumri en hann hefir gert mörg undanfarin ár. Hér birtist viðtal kvöldsins við fv. íþróttastjóra GKJ: Fullt nafn: Ingi Rúnar Gíslason. Klúbbur: Enginn sem stendur. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist á Akranesi, 16. maí 1973. Hvar ertu alinn upp? Á Akranesi. Hverjar eru fjölskylduaðstæður? Ég er trúlofaður Maríu Pálsdóttur og á með henni 3 börn. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði 13 ára gamall uppi á Akranesi. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég flutti við hliðina á golfvellinum. Hvað Lesa meira










