
Evrópu & Asíutúrinn: Jbe Kruger í 1. sæti eftir 3. dag Avantha Masters á Indlandi
Það er Suður-Afríkumaðurinn Jbe Kruger sem tekið hefir forystu á Avantha Masters mótinu á Indlandi. Jbe kom í hús í dag á glæsilegum 66 höggum. Hringurinn var sérlega glæsilegur fyrir þær sakir að Jbe fékk 2 erni á sama hring á 6. og 15. par-5 brautunum, auk tveggja fugla á par-4 4. braut og par-5, 18. brautinni. Alls hefir Jbe Kruger spilað á samtals -11 undir pari, 211 höggum (70 69 66).
Í 2. sæti 1 höggi á eftir Jbe eru forystumaður gærdagsins Skotinn Peter Whiteford, Þjóðverjinn Marcel Siem og Frakkinn Jean-Baptiste Gonnet, allir á -10 undir pari hver.
Fimmta sætinu deila síðan 6 kylfingar, þ.á.m. Spánverjinn José Manuel Lara, sem var á lægsta skori dagsins, glæsilegum 64 höggum, þar sem hann fékk 9 fugla og 1 skolla. Við það fór hann úr 38. sætinu sem hann var í 5. sæti. Samtals spiluðu kylfingarnir 6 í 5. sæti á samtals -9 undir pari og því aðeins 2 höggum á eftir Jbe Kruger.
Það stefnir í æsilega keppni á þessu sameiginlega móti Evrópu- og Asíutúranna, Avantha Masters, í Delhi, á morgun.
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Avantha Masters smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023