Örn Ævar Hjartarson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar Hjartarson – 18. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er forgjafarlægsti kylfingur Íslands, Örn Ævar Hjartarson, en hann er með -1,7 í forgjöf.  Örn Ævar fæddist 18. febrúar 1978 og er því 34 ára í dag. Eins og alltaf þegar miklir afrekskylfingar, líkt og Örn Ævar, eiga afmæli er erfitt nema rétt að tæpa á öllum afrekum viðkomandi. Þegar minnst er á Örn Ævar er ekki annað hægt en að geta allra vallarmetanna sem hann á, en það frægasta setti hann eflaust 1998 þegar hann spilaði Old Course í sjálfri vöggu golfíþróttarinnar St. Andrews á 60 höggum, sem er vallarmet! Eins á Örn Ævar ýmis vallarmet hér heima t.a.m. -10 undir pari, þ.e. 62 högg í Leirunni, 2009; -7 undir pari 63 högg á gamla Kirkjubólsvelli hjá GSG, 2009; -5 undir pari, þ.e. 66 högg á gamla Hamarsvelli í Borgarnesi, 2006 og þá er bara fátt eitt talið.

Það eru líka fáir sem geta státað af því að hafa sigrað nr. 1 í heiminum, sjálfan Luke Donald í holukeppni, líkt og Örn Ævar.

Af Íslandsmeistaratitlum Örn Ævars mætti t.d.. nefna að hann varð fyrst Íslandsmeistari í höggleik 2001 og svo varð hann Íslandsmeistari í holukeppni 2006.

Örn Ævar á sæti í varastjórn GS 2012. Hann er kvæntur Kristínu Þóru Möller.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Judy Rankin, 18. febrúar 1945 (67 ára);  Thomas Björn, 18. febrúar 1971 (41 ára) … og ….

 • F. 18. febrúar 1967 (45 ára)
 • F. 18. febrúar 1963 (49 ára)
 • F. 18. febrúar 1961 (51 árs)
  51 years old
 • F. 18. febrúar 1970 (42 ára)
  42 years old
 • F. 18. febrúar 1997 (15 ára).
  Golf 1 óskar afmæliskylfingnum, sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
  Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is