Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 18:00

Unglingar í afrekshóp GSÍ komnir heim úr æfingaferð til Eagle Creek í Flórida

Níu af okkar fremstu unglingum í golfi, sem landsliðsþjálfarinn, Úlfar Jónsson, valdi í afrekshóp GSÍ 2012, sneru heim í fyrradag eftir vel heppnaða æfingaferð til Eagle Creek í Flórída. Unglingarnir sem í ferðinni voru, eru:  Birgir Björn Magnússon GK, Gísli Sveinbergsson GK,  Bjarki Pétursson GB, Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR, Haraldur Franklín Magnús GR, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Sunna Víðisdóttir GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK. Með í för var Úlfar Jónsson og aðstoðarmaður hans Brynjar Eldon. Einnig var okkar fremsti kylfingur, Birgir Leifur Hafþórsson GKG, með en hann er að undirbúa sig fyrir Áskorendamótaröð Evrópu og svo heimsótti Ólafur Björn Loftsson hópinn, en hann stundar nú nám í Charlotte í Norður-Karólínu. Sjá má myndir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 16:00

Magnús Birgisson, golfkennari, verður með kynningu á SeeMore pútterum í Kauptúni sunnudaginn 19. febrúar kl. 14-16

Magnús Birgisson, golfkennari, verður með kynningu á SeeMore pútterum í Kauptúni, inniaðstöðu GO, sem er beint á móti IKEA, næstkomandi sunnudag milli kl. 14 og 16. Farið verður í nokkrar skemmtilegar púttæfingar og nýi SeeMore pútterinn kynntur. Þess mætti geta að Magnús vann nú nýverið púttkeppni golfkennara PGA á Íslandi og fékk að klæðast hinni eftirsóttu grænu lopapeysu að launum. Magnús sagði í samtali við Golf 1 að hann hefði einmitt notað SeeMore púttara í því móti. Sjá má skemmtilegt myndskeið um þau 3 atriði sem hafa ber í huga þegar púttað er með SeeMore, með því að smella HÉR:  Fleiri slík myndskeið, sem og aðrar upplýsingar um SeeMore púttera, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 14:45

LPGA: Karrie Webb leiðir í Thaílandi

Hin ástralska Karrie Webb leiðir eftir 2. dag Honda LPGA Thaíland 2012, þegar leik var frestað vegna eldinga í Chonburi, í Siam Country Club á Pattaya Old Course þar sem mótið fer fram. Webb var á -10 undir pari og á 2 högg á þær sem næstar koma, fyrrum nr. 1 á heimslistanum Jiyai Shin, sem spilaði á -8 undir pari (70 66)  og Amy Yang, sem líkt og Webb á eftir að ljúka leik, en báðar hafa aðeins lokið að spila 14 holur. Suzann Pettersen, Caroline Hedwall og NaYeon Choi deila sem stendur 4. sætinu á -7 undir pari en Choi á eftir að klára 4 holur. Núverandi nr. 1 í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 13:15

Evrópu& Asíutúrinn: Peter Whiteford leiðir þegar Avantha Masters er hálfnað

Skotinn Peter Whiteford leiðir þegar Avantha Masters er hálfnað. Peter spilaði á -10 undir pari, samtals 134 höggum (66 68). „Ég myndi ekki segja að sveiflan sé framúrskarandi, en stundum er það þannig að maður spilar besta golfið sitt  þegar maður þarf að berjast,“ sagði  Whiteford, sem var nálægt sigri á Open de Andalucía de Golf, 2010, en lenti í 2. sæti. Í 2. sæti á Avantha Masters er Thaílendingurinn Prom Meesawat, tveimur höggum á eftir Whiteford, samtals -8 undir pari. Þriðja sætinu deila 4 kylfingar þ.á.m. Thaílendingurinn Kiradech Aphibarnrat á -7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Avantha Masters smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Michael Jordan – 17. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Michael Jordan, fyrrum körfuboltakappi en hann er mikill áhugamaður um golf. Michael er fæddur 17. febrúar 1963 í Brooklyn, New York og er því 49 ára. Michael er vinsæll í Pro-Am styrktar- og góðgerðarmótum. Eins komst hann í fréttirnar s.l. haust þegar til stóð að hann yrði aðstoðarmaður Fred Couples í Forsetabikarnum. Af því varð þó ekkert þar sem verkalýðsmál hömluðu að hann færi, en Michael er í stjórn körfuboltaliðs, þar sem leikmenn höfðu lagt niður leik vegna krafna um hærri laun. Michael kaus því að vera heima í Bandaríkjunum í samningsviðræðum við verkfallsforystuna, í stað þess að fara til Ástralíu í Forsetabikarinn og það var John Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 11:55

GSG: Febrúargolfmóti 2 aflýst

Febrúargolfmóti nr. 2, sem fara átti fram á morgun, laugardaginn 18. febrúar í Sandgerði hefir verið aflýst. Í viðtali við Golf1 sagði Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG eftirfarandi: „Eins og er, er snjór yfir vellinum og frost og það spáir meira frosti. Af þeim sökum aflýsum við mótinu…. því miður. Við stefnum á að halda annað mót strax næstu helgi ef veðurspá er góð.  Það þýðir ekkert að færa mótið yfir á sunnudaginn því jörð er frosin.“ Nánast fullt var í mótið, enda Febrúarmót 1 einstaklega skemmtilegt!

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 10:00

Annika Sörenstam hafnar fyrirliðastöðu liðs Evrópu í Solheim Cup

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Annika Sörenstam sagði að hún hefði hafnað tækifæri til að taka að sér fyrirliðastöðu Solheim Cup liðs Evrópu, en næst er keppt í Bandaríkjunum. Hin sænska, 41 árs Annika sagði að hún gæti ekki varið tímanum sem nauðsynlegur væri í lið Evrópu og Solheim „fjölskylduna“ s.s. þörf væri á. Sörenstam dró sig úr keppnisgolfi 2008 og á tvö börn, Övu Madelyn og William Nicholas. Hún ásamt Jack Nicklaus hafa lagt fram tillögu að hönnun á nýja Ólympíugolfvellinum í Rio de Janeiro og það tekur mikinn tíma frá henni. Annika spilaði í Solheim Cup 8 sinnum og vann 24 stig í 37 leikjum, fyrir Evrópu. Á heimasíðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 08:00

ALPG: 4 efstar á ISPS Handa NZ Women´s Open eftir 1. dag

Í nótt hófst á Pegasus golfvellinum í Nýja-Sjálandi ISPS Handa NZ Women´s Open. Mótið fer fram dagana 17.-19. febrúar. Eftir 1. dag eru 4 sem deila efsta sætinu: Emily Perry og Lynette Brooky frá Nýja-Sjálandi, Kym Larrat frá Englandi og Joanna Klatten frá Frakklandi. Allar spiluðu forystukonurnar á -5 undir pari, 67 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir er hópur 9 kylfinga, en 6 þeirra eru frá Bandaríkjunum m.a. Alison Walshe og Jaclyn Sweeney. Fjórtánda sætinu deila síðan 6 kylfingar á -3 undir pari, 69 höggum en meðal þeirra er áhugamaðurinn ungi, Lydia Ko, 14 ára, sem er svo sannarlega að slá í gegn. Allt er hnífjafnt eftir 1. hring Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 07:30

Sólskinstúrinn: Warren Abery er í 1. sæti á Data Dimension eftir 1. dag

Í gær hófst á Fancourt golfvellinum í George í Suður-Afríku Data-Dimension Pro-Am mótið, sem svipar mjög til AT&T Pebble Beach National Pro-Am.  Staða þeirra sem eru í efstu 10 sætunum eftir 1. daginn er eftirfarandi: 1= Warren Abery -7 1= Oliver Bekker -7 3 Neil Schietekat -6 4= Hennie Otto -5 4= Morne Buys -5 4= Divan van den Heever -5 7= Grant Veenstra -4 6 7= Thomas Aiken -4 7= James Kingston -4 10= Andre van Zyl -3 6 10= Louis Moolman -3 3 10= Mark Murless -3 3 10= Ulrich van den Berg -3 10= Branden Grace -3 10= Francois Haughton -3 10= Chris Erasmus -3 10= Tyrone Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 07:00

PGA: Phil Mickelson efstur eftir á Northern Trust – hápunktar og högg 1. dags

Phil Mickelson hefir tekið forystu á Northern Trust Open, sem hófst í gær á Riviera GC í Pacific Palisades. Phil fékk 6 fugla og 1 skolla, spilaði á -6 undir pari, 66 höggum.   Í viðtali eftir hringinn sagði Phil m.a. vera fullur sjálfstrausts eftir gott gengi í upphafi árs þar sem hann hefði átt æfingahringi upp á -10 undir pari.  Hins vegar hefði slæm byrjun á árinu sett strik í reikninginn en síðan hefði verið gott að koma tilbaka með sigri á Pebble Beach. Sjálfstraust hans væri því mikið í augnablikinu. Í 2. sæti eru JB. Holmes og Hunter Mahan 1 höggi á eftir. Jonathan Byrd og Svíinn Carl Lesa meira