Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 11 – Scott Dunlap

Scott Dunlap varð líkt og Edward Loar, Will Claxton, Daníel Summerhays og Greg Owen Owen í 18. sæti í Q-school PGA á La Quinta. Eins varð Patrick Sheehan í 18. sæti en hann verður kynntur á morgun.

Scott fæddist 16. ágúst 1963 í Pittsburg, Pennsylvaníu. Það var pabbi hans, sem var aðalhvatamaður þess að Scott byrjaði að spila golf 8 ára og síðan hefir Scott ekki stoppað golfleik… þ.e. verið óstöðvandi.  En Scott varð ekki bara góður í golfi hann var með 2. hæstu einkunn við útskrift úr menntaskóla (Sarasota High School).  Systir hans, Page, er fyrrum kylfingur á LPGA mótaröðinni og fyrrum þjálfari kvennaliðs Vanderbilt háskóla í golfi.

Scott úrskrifaðist með gráðu í fjármálafræði frá University of Florida, 1985, en hann spilaði golf með liði háskólans öll ár sín þar. Útskriftarár sitt úr háskóla, 1985, gerðist Scott atvinnumaður í golfi.  Í dag býr Scott í Duluth, Georgia…. og í dag er hann nr. 878 á heimslistanum yfir bestu kylfinga heims.

Scott Dunlap elskar að tala um stjórnmál og sá stjórnmálamaður sem hann lítur mest upp til er fyrrum Bandaríkjaforseti Ronald Reagan.

Uppáhaldsfrasi hans er „oft rangur, en aldrei efins“ (ens.: „Often wrong, seldom in doubt.“)

Loks mætti geta þess að meðal þess sem Scott myndi langa til að gera í framtíðinni er að spila í heimsbikarskeppninni í golfi.

Heimild: PGA Tour