Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 17:00

Lee Westwood veitt OBE orðan úr hendi Elísabetar Bretlandsdrottningar

Lee Westwood talaði um það hversu stoltur hann var að hljóta OBE (Order of the British Empire) orðuna í  Buckingham Palace og viðurkenndi við það tækifæri að hann hefði verið taugaóstyrkari þar en nokkru sinni úti á golfvelli. Hinn 38 ára Lee Westwood hlaut viðurkenninguna þegar hann var settur á afmælisheiðurslista Drottningar s.l. júní vegna glæsilegrar frammistöðu hans að verða nr. 1 á heimslistanum. „Þetta var frábært, einn af bestu dögum lífs míns, þetta var gríðarstór viðurkenning,“ sagði hann við Sky Sports News eftir að veita orðunni viðtöku. „Sem lítill 12 ára strákur í Worksop at Kilton Forest Golf Club, þá ímyndar maður það sér ekki einu sinni að maður eigi eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 13:15

Evróputúrinn: Jbe Kruger sigraði á Avantha Masters í Indlandi – myndskeið af hápunktum 4. dags

Jbe Kruger frá Suður-Afríku spilaði 4. hring á Avantha Masters mótinu á 69 höggum og lauk leik í mótinu, sem er samvinnuverkefni Evrópu- og Asíutúrsins á samtals – 14 undir pari, samtals 274 höggum (70 69 66 69).  Þetta er fyrsti sigur Jbe á Evrópumótaröðinni. Hann var með 1 höggs forystu fyrir lokahringinn en jók forystu sína í 2 högg sem hann átti á þá sem deildu 2. sætinu Þjóðverjann Marcel Siem (72 71 66 69) og Spánverjann Jorge Campillo (72 71 66 67). „Það er fargi af mér létt að landa fyrsta sigrinum,“ sagði Jbe eftir sigurinn. „Ætli maður sér að sigra á móti verður að setja púttin niður á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og Ingunn byrja ekki vel á Peg Barnard Invitational

Í gær hófst á golfvelli Stanford háskólans í Kaliforníu, Peg Barnard Invitational. Í mótinu taka þátt 70 kylfingar frá 12 háskólum þ.á.m. tveir íslenskir kylfingar, Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, sem spila með liðum sínum í bandaríska háskólagolfinu San Francisco og Furman. Þetta er aðeins 2 daga helgarmót, spilað dagana 18. og 19. febrúar. Eygló Myrra spilaði á +13 yfir pari, 84 höggum og er sem stendur T-54 þ.e. deilir 54. sætinu  ásamt 5 öðrum kylfingum.  Skor Eygló Myrru hjá San Francisco telur ekki, en skólinn hennar deilir 8. sætinu með háskóla Ingunnar, Furman. Ingunn Gunnars spilaði á +17 yfir pari, 88 höggum og er T-64, þ.e. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gregory Clive Owen – 19. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er „nýliðinn“ á PGA Tour Gregory Clive Owen. Greg fæddist 19. febrúar 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Golf 1 hefir nýlega verið með kynningu á Greg, sem sjá má með því að smella HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lára Eymundsdóttir F. 19. febrúar 1970 (42 ára) Áslaug Helga Hálfdánardóttir F. 19. febrúar 1974 (38 ára) Áhöfnin Á Vestmannaey F. 19. febrúar 1973 (39 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 11:30

LPGA: Yani Tseng sigraði í Thaílandi

Yani Tseng, sýndi og sannaði enn einu sinni af hverju hún er nr. 1 í heiminum. Hún er illsigranlegur klettur í kvennagolfinu! í dag kom hún í hús á 66 höggum, átti lægsta skor dagsins ásamt Lexi Thompson, sem fyrir vikið þaut upp skortöfluna úr T-36 í T-14. Frábært hjá yngsta leikmanni LPGA! En árangur Yani er ekkert nema stórkostlegur – hún sigraði naumt að vísu, átti 1 högg á Ai Miyazato, sem búin var að leiða mestallt mótið, en varð að gera sér að góðu 2. sætið. Yani hirti sigurtékkann upp á $ 225.000,- (27 milljónir íslenskra króna) með skor upp á samtals -19 undir pari, samtals 269 högg Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 10:50

Sólskinstúrinn: Oliver Bekker leiðir á Dimension Data mótinu á Fancourt eftir 3. dag

Það er Oliver Bekker sem skaust á toppinn eftir 3. dag á Dimension Data mótinu, þar sem spilað er á öllum 3 völlum Fancourt golfsvæðisins. Oliver spilaði á 71 höggi í gær og er á samtals 206 höggum eftir 3 hringi (65 70 71). Merrick Bremner kom sér í  2. sæti með frábærum hring upp á 63 högg, sem var lægsta skor dagsins! Þriðja sætinu deila 4 kylfingar m.a Englendingurinn Simon Wakefield, sá sem var efstur í Q-school Evróputúrsins 2010. Allir eru kylfingarnir í 3. sæti á samtals 208 höggum hver, þ.e. 2 höggum á eftir Ollie. Það stefnir því í æsispennandi úrslitakeppni á Sólskinstúrnum í dag! Til þess að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 10:40

ALPG: Lindsey Wright sigraði á ISPS Handa NZ Women´s Open

Það var ástralska stúlkan Lindsey Wright sem stóð upp sem sigurvegari á ISPS Handa New Zealand Women’s Open sem fram fór á Pegasus vellinum í  Christchurch, Nýja-Sjálandi. Wright, var eitt sinn nr. 12 á Rolex-heimslistanum, en komst úr formi og virtist að því missa áhugann og tók sér gott frí. En nú er hún svo sannarlega komin aftur.  Lindsey Wright var efst ásamt 5 öðrum fyrir lokahringinn (heimastelpunni Lydiu Ko,  Mariajo Uribe frá Kólombíu, Lindsey Wright frá Ástralíu; Haiji Kang frá Suður-Kóreu; Alison Walshe frá Bandaríkjunum og Carlota Ciganda frá Spáni). Lindsey spilaði lokahringinn á 68 höggum og alls á 206 höggum (70 68 68). Eftir hringinn sagði Lindsey eftirfarandi: „Þetta er ótrúlegt. Ég er enn að meðtaka þetta. Ég púttaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 10:00

Magnús Birgisson, golfkennari, verður með kynningu á SeeMore pútterum í Kauptúni í dag, 19. febrúar kl. 14-16

Magnús Birgisson, golfkennari, verður með kynningu á SeeMore pútterum í Kauptúni, inniaðstöðu GO, sem er beint á móti IKEA, í dag milli kl. 14 og 16. Farið verður í nokkrar skemmtilegar púttæfingar og nýi SeeMore pútterinn kynntur. Þess mætti geta að Magnús vann nú nýverið púttkeppni golfkennara PGA á Íslandi og fékk að klæðast hinni eftirsóttu grænu lopapeysu að launum. Magnús sagði í samtali við Golf 1 að hann hefði einmitt notað SeeMore púttara í því móti. Maggi Birgis – Pútt meistari PGA 2011 – í sigurlaununum – grænu lopapeysunni. Á myndinni eru einnig Einar Lyng (f.m) og Sigurpáll Geir Sveinsson (t.h). Mynd: PGA á Íslandi. Sjá má skemmtilegt myndskeið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 03:15

GK: Vínardrengjakórinn sigraði í liðapúttmótaröð Hraunkots 2012

Það var Vínardrengjakórinn, skipaður þeim Benedikt Árna Harðarsyni, Benedikt Sveinssyni, Degi Ebenezerssyni og Ragnari Ágúst Ragnarssyni, sem bar sigur úr býtum í liðapúttmótaröð Hraunkots 2. árið í röð í gær. Í fyrra sigraði Vínardrengjakórinn lið Golfspjallsins.is í úrslitaleik – í gær lék Vínadrengjakórinn gegn Team Ísak um 1. sætið og sigraði!  Vínardrengjakórinn varði því titil sinn í liðapúttmótaröð Hraunkots með glæsibrag! Fríða og dýrin púttuðu um 3. sæti við lið Hissa.is og var mjög mjótt á mununum, en að lokum höfðu Fríða og dýrin betur. Ákveðin prósenta af þátttökugjaldi í mótinu fór í verðlaun, sem voru einkar glæsileg: 1. sæti: 75.000 krónur. 2. sæti: 45.000 krónur. 3. sæti: 30.000 krónur. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 03:00

PGA: Phil Mickelson og Keegan Bradley jafnir – hápunktar og högg 3. dags á Northern Trust

Það eru Phil Mickelson og sigurvegari PGA Championship 2011, Keegan Bradley, sem eru efstir og jafnir fyrir lokadag Northern Trust Open. Báðir hafa þeir spilað hringina 3 á samtals -7 undir pari, samtals 206 höggum; Phil (66 70 70) og Keegan (71 69 66).  Það var frábær hringur Keegan upp á 66 högg, sem skaut honum í toppsætið við hlið Phil, en Keegan ásamt Aron Baddeley áttu lægsta skor 3. hrings. „Þetta var frábær hringur hjá mér vegna þess að ég spilaði ekki vel, var -1 undir pari og ég er á toppi skortöflunnar,“ sagði Mickelson eftir 3. hring. „Venjulega þegar ég vinn, þá á ég tvo góða hringi og Lesa meira