Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jim Ferrier – 24. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Jim Ferrier.  Jim fæddist 24. febrúar 1915 í Sydney, Ástralíu og dó 13. júní 1986 í Kaliforníu.  Jim hefði því orðið 97 ára í dag hefði hann lifað.  Jim var frekar hávaxinn 1,93 m á hæð og 87 kg.

Jim byrjaði á unga aldri að spila golf og var kennt af föður sínum sem var lágforgjafarkylfingur. Jim meiddist í fótbolta þannig að hann haltraði í gegnum lífið. Árið 1931 varð hann í 2. sæti á Australian Open, þá aðeins 16 ára. Hann vann ástralska áhugamannamótið, Australian Amateur 1935, 1936, 1938  og 1939.

Jim fluttist til Bandaríkjanna í seinni heimstyrjöldinni, nánar tiltekið 1940, þar sem hann og kona hans Norma unnu við hergagna- framleiðslu. En Jim ákvað að gerast atvinnumaður í golfi þetta sama ár (1940) og komst þegar á PGA, þar sem hann vann 18 af þeim 30 titlum, sem hann vann sér inn á golfferli sínum.  Jim Ferrier er þekktastur fyrir að vera  fyrsti Ástralinn til þess að sigra á risamóti, en það var PGA Championship, 1947.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Zach Johnson, 24. febrúar 1976 (36 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is