Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2012 | 16:00

PGA: Ef Ernie Els sigrar á Accenture á hann enn möguleika að hljóta þátttökurétt á Masters

Ernie Els hefir spilað í 11 WGC-Accenture heimsmótum í holukeppni og í 5 af fyrstu 8 sem hann tók þátt í upplifði hann það sem Luke Donald upplifði í gær – tap eftir 1. hring.

Ernie vann nr. 1 á heimslistanum Luke Donald 5&4 og spilar því í kvöld á móti Dananum Peter Hanson og vonast til að komast lengra en í 2. umferð í fyrsta sinn frá árinu 2009.

„Mér finnst ég bara mjög heppinn að fá að spila í þessu móti,“ sagði Ernie aðspurður um hvernig það væri að fara í 2. umferð. „Venga þess að það er svo mikið sem er undir. Ég verð að koma sjálfum mér á Masters og Doral. Ég verð að komast, þannig að ég var bara heppinn að komast í gegn.

Allt frá Opna bandaríska 1993 hefir Ernie Els bara verið fjarverandi úr 1 risamóti, en það var PGA Championship 2005 vegna þess að hann var slasaður. Ef hann vinnur ekki í þessari viku, þá eru bara eftir 2-3 mót sem gætu komið honum inn í Masters.

Ef Els gæti komist á WGC-Cadillac Championship myndi það veita honum tækifæri til þess að komast á Masters á undanþágu.

En jafnvel bara góður árangur meðal þeirra efstu getur fært Els upp heimslistann, nú þegar hann er að spila vel eins og Luke Donald komst að í gær.

„Ég held að hann hafi ekki viljað spila á móti mér og ég svo sannarlega vildi ekki mæta honum í fyrstu umferð,“ sagði Els um Donald. „En það er bara þannig sem það gerðist.“

Luke var óheppinn að fá Ernie sem mótherja á fyrsta hring en líkurnar voru samt með því að Luke myndi sigra. Sögulega séð hefir nr. 1 í heiminum sigrað í langflestum tilvika og er tölfræðin 14-2.

„Þetta er skelfileg heimferð, trúið mér,“ sagði Ernie um tap Luke Donald. „Ég finn til með Luke. Hann hafði engu að tapa, en öllu að tapa. Það er mikil pressa á honum. Yeah, ég veit nákvæmlega hvernig manni líður. Þið hafið séð mið spila 18, 19 20 holur á 1. hring og detta samt út. Það er ekki góð tilfinning.“

Ernie hefir aðeins tvívegis komist í gegnum 2. umferð, árið 2001 þegar hann tapaði fyrir Toru Taniguchi og varð í 4. sæti og síðan árið 2009 þegar hann tapaði fyrir Stewart Cink og endaði í 5. sæti.

„Ég spilaði vel,“ sagði Els um frammistöðu sína. „Mér fannst ég hitta boltann vel og náði síðan góðu pútti hér og þar.“

Heimild: Golfweek