Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2012 | 07:00

PGA: Tiger úr leik – hápunktar og högg 2. dags á heimsmótinu í holukeppni

Þrefaldur sigurvegari á heimsmótinu í holukeppni tapaði fyrir Nick Watney  1&0 í 2. umferð.

„Það er  gamla spakmælið maður býst við að andstæðingurinn hafi betur,“ sagði Watney. „Og þegar hann er Tiger Woods, þá býst maður virkilega við að hann hafi betur.“

En maður kannast bara ekki við Tiger. Hann missti 2 metra fuglapúttið sem hann þarfnaðist til að leikurinn héldi áfram á svo skelfilegan hátt að boltinn snerti aldrei holuna.

Þetta er í 3. skiptið í röð sem Tiger hefir ekki komist lengra en í 2. umferð.

„Ég missti ekki högg þegar ég kom inn, sem er gott. Og það var gaman að slá boltann þetta vel,“ sagði Tiger. „Því miður setti ég ekki niður pútt þegar ég þurfti þess með.“

Tiger náði ekki að setur niður 3 pútt, sem voru innan við 3 metra á síðustu 6 holunum og ekkert púttana var eins mikilvægt og það síðasta.

Þetta er sama saga og fyrir 2 vikum á Pebble Beach þegar ekkert fór niður hjá honum og hann lauk leik á 75 höggum, á 11 höggum verra skori en Phil Mickelson. Tiger átti líka í vandræðum með púttin í Abu Dhabi, þegar hann vann ekki þrátt fyrir að hafa verið í 1. sæti eftir 54 holur ásamt Robert Rock.

„Ég er mjög ánægður að komast áfram. Mér finnst ég heppinn líka,“ sagði Watney. „Við sjáum hann (Tiger) ekki missa svona pútt oft. Þau eru mjög fá.

Watney mætir Lee Westwood í fjórðungsúrslitunum, en Lee grínaðist með það á Twitter: „Ég þarfnast fleiri fata núna. Ég pakkaði ekki nóg,“… og átti við að hann hefði ekki gert ráð fyrir að spila lengi í mótinu.

Á undanförnum 3 árum hefir England átt sigurvegarana á heimsmótinu í holukeppni — Luke Donald og Ian Poulter — og nú vonast Lee til þess að verða 3. Bretinn til að sigra titilinn.

Til þess að sjá stöðuna í heimsmótinu í holukeppni smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta heimsmótsins í holukeppni smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg dagsins á heimsmótinu í holukeppni, sem Hunter Mahan átti smellið HÉR: