Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2012 | 21:30

EPD: Stefán Már í 15. sæti og Þórður Rafn í 30. sæti á Al Maaden mótinu í Marokkó – báðir komust gegnum niðurskurð

Stefán Rafn Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR spiluðu báðir á 70 höggum í dag og komust í gegnum niðurskurð á Al Maaden mótinu í Marrakesh í Marokkó.

Stefán Már er því samtals búinn að spila á -2 undir pari, 142 höggum (72 70) og deilir 15. sætinu með 5 öðrum kylfingum.

Þórður Rafn er samtals búinn að spila á parinu spilaði á +2 yfir fyrri daginn og -2 seinni þ.e.  144 höggum (74 70) og deilir 30. sætinu 9 öðrum.  Hann er í hóp þeirra kylfinga sem rétt komust í gegnum niðurskurð en hann var miðaður við parið.

Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1.Stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2011: Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.

Í efsta sæti er Þjóðverjinn Marcel Haremza, sem búinn er að  eiga frábæra tvo hringi dag eftir dag báða á -7 undir pari (65 högg) hvorn þ.e. -14 undir pari og er ásamt Bandaríkjamanninum Scott Travers, sem er höggi á eftir í nokkrum sérflokki, en næstu kylfingar sem á eftir þeim koma eru 6-5 höggum á eftir þeim.

Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á Al Maaden eftir 2. dag smellið HÉR: