Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jessica Korda – 27. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er bandarísk/tékkneski kylfingurinn Jessica Korda. Jessica er fædd 27. febrúar 1993 og er því 19 ára í dag. Jessica á sama afmælisdag og kólombíski kylfingurinn Mariajo Uribe, en hún á 22 ára afmæli í dag, þ.e. er fædd 27. febrúar 1990.

Mariajo Uribe

Jessica komst í golffréttirnar fyrir skemmstu þegar hún vann fyrsta sigur sinn á LPGA: Women´s Australian Open, þegar hún stóð sig best í 6 kvenkylfinga umspili.

Jessica er dóttir tennisspilaranna Korda  Petr Korda og Regina Rajchrtová. Petr Korda vann m.a. Grand Slam í einliðaleik Australian Open 1998, þannig að Ástralía hefir reynst þeim feðginum góð!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: