Yani Tseng
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2012 | 13:30

Yani Tseng búin að vera 55 vikur í 1. sæti á Rolex-heimslista kvenkylfinga

Það er viku eftir viku gerð grein fyrir stöðunni á heimslista karla og minnstu hreyfingum á honum.  En hver skyldi nú staðan vera á Rolex-heimslista kvenkylfinga? Hún er eftirfarandi þessa vikuna:

1 Yani Tseng
2 Na Yeon Choi
3 Suzann Pettersen
4 Cristie Kerr
5 Paula Creamer
6 Sun Ju Ahn
7 Jiyai Shin
8 Stacy Lewis
9 Ai Miyazato
10 I.K. Kim

Eina breytingin er að IK Kim er komin á meðal efstu 10 vegna góðs gengis hennar í Singapore um helgina.  Sú sem sigraði á HSBC Women´s Champions mótinu í Singapore, bandaríski kylfingurinn Angela Stanford hækkar sig um 3 sæti milli vikna fer úr 17. sætinu og er nú komin meðal topp-15, þ.e. vermir 14. sætið.

Yani Tseng heldur 1. sætinu enda sýnir þessi frábæri kylfingur frá Taíwan, sem fær alltof litla fjölmiðlaathygli, að hún er vel að því sæti komin. Og þaulsætin er hún…. búin að sitja í þessu sæti í 55 vikur.

Sú sem er búin að vera lengst á topp 10 er sú sem er í 4. sæti – bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr, eða 411 vikur.