Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2012 | 22:10

Myndasería: Íslandsmót eldri kylfinga – 5.-7. ágúst 2011

Dagana 5.-7. ágúst fór fram í Kiðjaberginu Íslandsmót eldri kylfinga. HÉR MÁ SJÁ MYNDASERÍU FRÁ ÍSLANDSMÓTI ELDRI KYLFINGA 2011. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: LEK konur 50+: 1 Steinunn Sæmundsdóttir GR 7 F 40 39 79 8 80 86 79 245 32 2 María Málfríður Guðnadóttir GKG 7 F 44 42 86 15 83 85 86 254 41 3 Guðrún Garðars GR 8 F 47 45 92 21 89 82 92 263 50 4 Helga Gunnarsdóttir GK 11 F 41 45 86 15 93 86 86 265 52 5 Stefanía Margrét Jónsdóttir GR 13 F 42 46 88 17 85 98 88 271 58 6 Jóhanna Bárðardóttir GR 12 F 44 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2012 | 22:00

Íslandsmót eldri kylfinga – 5.-7. ágúst 2011 hjá GKB

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2012 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi á 77 höggum á Armstrong Men´s Pirate Invitational

Armstrong Atlantic State University í Georgíu í Bandaríkjunum stendur 11. árið í röð fyrir Armstrong Men´s Pirate Invitational háskólamótinu.  Spilað er í Savannah Quarters Country Club í Pooler, Georgíu. Lið 14 háskóla taka þátt í mótinu en auk Armstrong sjóræningjanna taka þátt Flagler College, sem sigrað hefir mótið 2 undanfarin ár,  UNC Pembroke, Georgia College, Wingate og Belmont Abbey, háskóli Arnórs Inga Finnbjörnssonar, Íslandsmeistarans okkar í holukeppni 2011, GR. Hin háskólaliðin eru úr Clayton State, Lander, North Georgia, Coker College, Mount Olive,Lenoir-Rhyne University, Eckerd College og South Georgia College. Mótið átti að vera 2 daga 54 holu mót og skv. venju átti að spila 36 holur fyrri daginn og 18 seinni.  En miklar rigningar í gær urðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2012 | 16:30

GK: Sindri Þór Haraldsson með frábært myndskeið um starfsemi Hraunkots

Sindri Þór Haraldsson nemi í fjölmiðladeild Flensborgarskóla hefir sett saman frábært myndskeið um starfsemi Hraunkots.  Sindri starfaði s.l. sumar í rástímaskráningu í verslun Golfklúbbsins Keilis og er mörgum að góðu kunnur. Í myndskeiðinu tekur Sindri m.a. viðtal við Björgvin Sigurbergsson og er umræðuefnið golfkennslan í Hraunkoti. Sjá má myndskeiðið með því að smella HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2012 | 16:15

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra á Louisiana Cards Challenge mótinu

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State tekur þátt í 3 daga móti sem fram fer á hinum glæsilega 6.106 yarda golfvelli Weston Hills Country Club, nálægt Miami, í Flórída. Það er University of Louisville, sem er gestgjafi mótsins. Í gær voru spilaðar 36 holur og í dag verða síðustu 18 spilaðar, en þetta er 2 daga, 54 holu mót. Lið 14 háskóla taka þátt í mótinu þ.e. Louisville, Missouri, Texas State, Kansas, NC State, Florida International, Cincinnati, Miami, UNCW, South Florida, Memphis, East Tennessee, Delaware og Southern Mississippi. Texas State háskóli Valdísar Þóru er í 2. sæti eftir fyrri daginn. Valdís Þóra er búin að spila einstaklega vel, er samtals á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2012 | 15:45

EPD: Stefán Már á glæsilegum 67 höggum – varð í 5. sæti á Al Maaden mótinu í Marokkó

Stefán Már Stefánsson, GR, lauk leik á Al Maaden mótinu í Marrakesh í Marokkó á glæsilegum 67 höggum í dag eða -5 undir pari. Þar með komst hann upp í 5. sætið, sem hann deilir með Portúgalanum Nuño Henriques. Stefán Már fékk 6 fugla í dag og því miður 1 skolla á 8. brautinni. Þórður Rafn Gissurarson, GR, spilaði lokhringinn á góðum 74 höggum, +2 yfir pari og deildi 31. sæti með 3 öðrum kylfingum. Í nokkrum sérflokki í þessu móti var Þjóðverjinn Marcel Haremza, sem spilaði alla 3 hringi sína undir 70 þ.e. (65 65 68) og var á samtals -18 undir pari, 6 höggum betri en sá sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Peter Aliss – 28. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Peter Aliss, en hann fæddist í Berlín 28. febrúar 1931 og er því 81 árs í dag. Peter var sonur Percy Aliss, sem var sigursæll kylfingur í Evrópu á árunum 1920-1930, en gerðist síðan golfkennari í Berlín, þar sem Peter fæddist. Peter fór í atvinnumennskuna í golfi 1947 og vann 23 sigra á ferli sínum. Besti árangur hans í risamótum er 8. sætið í Opna breska 1954, 1961, 1962 og 1969. Þekktastur er Peter Aliss á seinni árum sem golfskýrandi hjá BBC og sem rithöfundur og golfvallarhönnuður. Hann er  oft nefndur „rödd bresks golfs“ (ens.: „Voice of (British) Golf“). Peter Aliss verður tekinn í frægðarhöll kylfinga í maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2012 | 11:00

PGA: Nýliðinn John Huh sigraði á Mayakoba Classic – viðtal við Huh og hápunktar 4. dags

Nýliðinn á PGA Tour , John Huh (sjá kynningu Golf 1 á honum HÉR:) sigraði á sunnudaginn var á Mayakoba Golf Classic mótinu.  John Huh var jafn Ástralanum Robert Allenby eftir hefðbundnar 72 holur og því varð að koma til umspils. Umspilið er eitt með því lengsta í seinni tíð og einkenndist af því að hvor um sig gerði óttarleg klaufamistök, sem forðuðu því að viðkomandi vann – sigurinn hefði getað fallið á hvorn veginn sem var. Umspilinu lauk á 8. holu þegar Allenby var í vandræðum í flatarkarganum en Huh setti niður sigurpúttið. Sjá má úrslitin á Mayakoba Golf Classic með því að smella HÉR:  Hér að neðan er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2012 | 07:45

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn spilaði 2. hring á 76 höggum – er í 9. sæti á North Ranch Collegiate

Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte, tekur eins og Golf 1 greindi frá í gær þátt í North Ranch Collegiate mótinu í North Ranch CC í Westlake Village, Kaliforníu.   Þetta er tveggja daga mót, fer fram dagana 27.-28. febrúar. Þátttakendur eru 72 frá 14 háskólum. Ólafur Björn spilaði 2. hring í gær á +6  yfir pari,  76 höggum. Samtals er Ólafur Björn búinn að spila á +6 yfir pari, 146 höggum (70 76). Ólafur Björn er í 6 kylfinga hópi sem deilir 9. sæti, þ.á.m. með liðfélaga sínum, Tyler Mitchell, sem átti bestan 2. hring strákanna úr Charlotte, 74 högg. Í efsta sæti er sem fyrr Matt Hoffenberg úr San Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2012 | 21:55

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn í 7. sæti eftir 1. hring á North Ranch Collegiate

Í dag hófst á North Ranch CC í Westlake Village, Kaliforníu, North Ranch Collegiate. Þátttakendur eru 72 frá 14 háskólum. Meðal þátttakenda er Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte. Hann spilaði 1. hring á  pari,  70 höggum og deilir 7. sæti með 2 öðrum kylfingum. Ólafur Björn stóð sig best af kylfingum úr Charlotte. Í efsta sæti er Matt Hoffenberg úr San Diego State, en hann spilaði á -4 undir pari, 66 höggum. Charlotte, háskóli Ólafs Björns deilir 6. sætinu ásamt  liðum UC Santa Barbara og Pacific. Til þess að sjá stöðuna á North Ranch Collegiate eftir 1. dag smellið HÉR: