EPD: Stefán Már kominn í gegnum niðurskurð – bætti sig um 5 högg frá því í gær!
Stefán Már Stefánsson, GR, spilaði á glæsilegum 70 höggum á Amelkis Classic, í Marokkó í dag. Þar með bætti hann sig um 5 högg frá 1. degi og lyfti sér úr 58. sæti í 28. sætið og er kominn í gegnum niðurskurð, sem miðast við 40 efstu. Samtals hefir Stefán Már spilað á +1 yfir pari, samtals 145 höggum (75 70). Þórður Rafn Gissurarson, GR, spilaði samtals á +12 yfir pari, samtals 156 höggum (77 79) og náði því miður ekki í gegnum niðurskurð, vermir enn 88. sæti þegar þetta er skrifað. Nokkrir eiga eftir að ljúka leik og gætu sætistölur raskast aðeins eftir því sem líður á kvöldið. Heimamaðurinn Lesa meira
Viðtalið: Ragnhildur Sigurðardóttir, GR.
Viðtalið í kvöld er við eina af golfdrottningum okkar Íslendinga, sjálfa Ragnhildi Sigurðardóttur, sem mörgum er að góðu kunn sem frábær golfkennari. Hún er einmitt að leggja land undir fót og hverfur til starfa á Spáni eftir 2 vikur, þar sem hún ásamt Magnúsi Birgissyni og Herði H.Arnarsyni hefir löngum kennt Íslendingum hina háu kúnst golfíþróttarinnar á Costa Ballena. Í framhaldi af viðtalinu við Ragnhildi verða golfvellir Cadíz svæðisins kynntir s.s. lofað var hér fyrr á árinu og fer fyrsta greinin í loftið á Golf 1 á morgun og að sjálfsögðu byrjað á uppáhaldsgolfvelli Ragnhildar. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Ragnhildur Sigurðardóttir. Klúbbur: GR. Hvar og hvenær fæddistu? London, 21. Lesa meira
PGA: Davis Love III leiðir á Honda Classic eftir 1. dag
Hinn 47 ára Davis Love III leiðir eftir 1. dag Honda Classic, en hann kom í hús á 64 höggum og jafnaði vallarmetið á PGA National Champions golfvellinum. Aðeins 2 höggum á eftir Davis er hópur 8 kylfinga þ.á.m. Rory McIlroy og Justin Rose, en allir spiluðu þeir á 66 höggum. Jafnir í 10. sæti er síðan enn annar hópur 9 kylfinga m.a. með Keegan Bradley innanborðs, en þeir spiluðu allir á 67 höggum. Í 19. sæti eru enn 10 kylfingar m.a. nýliðinn John Huh, sem sigraði á Mayakoba Classic síðustu helgi og Jim Furyk en þessir kylfingar spiluðu allir á 68 höggum. Tiger Woods spilaði á 71 höggi og Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr.18 – Sang-moon Bae
Suður-kóreanski kylfingurinn Sang-moon Bae fæddist í Dae Gu, Suður-Kóreu, 21. júní 1986 og er því 25 ára. Hann varð í 11. sæti í Q-school á La Quinta ásamt Kevin Kisner, sem kynntur verður á morgun. Sang-moon byrjaði að spila golf 11 ára gamall vegna foreldra sinna sem alltaf voru á vellinum. Hann hafði í fyrstu miklu meiri áhuga á hafnarbolta en síðan sneri hann áhuga sínum óskiptum að golfinu. Sang-moon útskrifaðist frá Dae Gu háskóla 2011, en gerðist atvinnumaður í golfi 7 árum áður, 17 ára. Sang-monn býr í Kyunggi-do í Suður-Kóreu. Sang-moon hefir spilað á kóreanska túrnum, japanska túrnum og Asíutúrnum. Hann myndi langa til að spila á Augusta Lesa meira
EPD: Stefán Már (58. sæti) og Þórður Rafn (88. sæti) hafa lokið 1. hring á Amelkis Classic
Í dag byrjaði í Amelkis í Marrakesh, í Marokkó Amelkis Classic mótið á EPD-mótaröðinni þýsku. Meðal þátttakenda eru Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR. Stefán Már lék á +3 yfir pari, 75 höggum í dag. Stefán byrjaði á 10. teig og fékk frekar dapra byrjun tvo skolla sem hann tók aftur með fugli á 18. braut. Á 11. braut fékk hann skramba, síðan fylgdu 2 skollar og hann lauk hringnum með glæsierni á par-4, 6. brautinni. Vonandi tekur Stefán Már arnartilfinninguna með sér á 2. hring á morgun og rústar honum! Eftir 1. dag deilir Stefán Már 58. sæti með öðrum. Þórður Rafn spilaði á +5 yfir Lesa meira
PGA: Tiger Woods spilar á Honda Classic og á PGA National í 1.skipti í 22 ár – myndskeið
Í kvöld hefst á PGA túrnum bandaríska Honda Classic mótið á PGA National Champions golfvellinum í Palm Beach Gardens í Flórída. Meðal þátttakenda í mótinu er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Tiger Woods. Haldinn var blaðamannafundur í gær með Tiger þar sem m.a. kom fram að hann væri að spila á PGA National Champions golfvellinum í 1. skipti í 22 ár. Viðtalið, eða viðtalsbrot hafa verið mjög vinsælt fréttaefni í dag m.a. vegna þess hversu pirraður Tiger virtist þegar hann var spurður út í afstöðu sína til nýútkominnar bók fyrrum sveifluþjálfara síns, Hank Haney. Sjá má viðtalið við Tiger Woods í heild með því að smella HÉR: Fylgjast má með Lesa meira
„Eru of margir golfvellir í Ástralíu?“ eftir Richard Fellner
Hér á eftir fer skemmtileg grein eftir Bandaríkjamanninn Richard Fellner, sem búsettur er í Ástralíu. Richard er margverðlaunaður golffréttamaður. Hér fer grein hans: „Þegar ég fluttist fyrst til Melbourne (í Ástralíu) frá Bandaríkjunum hafði ég litla vitneskju um golfvelli svæðisins. Sem fíkinn golfspilari frá 4 ára aldri þá var það fyrsta sem ég gerði eftir að vera búinn að taka upp úr flutningskössunum að glugga í golfvallarvísinn til þess að skoða legu landsins golfvallarlega séð. Það er kannski óþarfi að minnast á það, en ég missti hökuna þegar ég sá fjölda golfvalla bara í kringum Melbourne. (Til dagsins í dag, heldur konan mín því fram að ég hafi hrópað upp Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Pat Perez – 1. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Patrick (Pat) P. Perez. Pat fæddist í Phoenix, Arizona, 1. mars 1976 og er því 36 ára í dag. Hann er af mexíkönsku bergi brotinn. Fyrsti og eini sigur hans á PGA túrnum vannst 2009 þegar hann vann Bob Hope Classic. Hann hefir tvívegis orðið í 2. sæti þ.á.m. í mjög eftirminnilegur móti á Pebble Beach, þegar hrun hans á seinni 9 varð til þess að hann reyndi að brjóta kylfinu á kné sér. Patt hefir verið meðal topp-100 á heimslistanum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðmundur Rúnar Árnason F. 1. mars 1958 (54 ára) Larus Ymir Oskarsson F. 1. mars 1949 (63 Lesa meira
Námskeið og próf fyrir golfdómara
Fyrirhuguð námskeið og próf fyrir golfdómara Dómaranefnd GSÍ hefur lokið við að skipuleggja kennslu í golfreglum fyrir komandi golftímabil. Munu námskeiðin hefjast nú í mars og þau síðustu verða fyrir lok apríl. Nánar tiltekið þá er um eftirfarandi námskeið að ræða. Endurmenntunarnámskeið: Nú um áramótin tóku gildi nýjar og breyttar golfreglur. Um leið féllu öll dómaraskírteini úr gildi, þannig að allir þeir sem eru með dómaraskírteini, hvort heldur er héraðs- eða landsdómaraskírteini þurfa að sækja endurmenntunarnámskeið til þess að fá dómaraskírteinin endurnýjuð til næstu 4ra ára. Ákveðið hefur verið að keyra endurmenntunarnámskeið þrisvar og verða þau sem hér segir: Mánudaginn 12. mars, kl. 19:30 – 22:00 Þriðjudaginn 20. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björnsdóttir stóð sig vel á Kiawah Island Intercollegiate
Berglind Björnsdóttir, GR og Greensboro, spilaði með liði sínu UNCG í Kiawah Island Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 27.-28. febrúar. Það var College of Charleston sem var gestgjafi mótsins. Spilað var í Oak Point Golf Club og Cougar Point á Kiawah Island í Suður-Karólínu. Alls voru luku 179 þátttakendur frá 33 háskólum keppni. UNCG háskóli Berglindar varð í 2. sæti, sem er glæsilegur árangur!!! Berglind var á samtals +12 yfir pari, 228 höggum (82 72 74) og deildi 31. sæti með 6 öðrum stúlkum sem er frábært hjá Berglindi, þegar litið er til mikils fjölda þátttakenda. Það var einkum fyrsti hringur Berglindar sem varnaði því að hún yrði jafnvel Lesa meira









