Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 12:25

PGA: Charlie Axel Woods horfði á pabba sinn ná niðurskurði á Honda Classic

Tiger Woods þurfti ekki að líta langt yfir skammt til þess að hljóta innblástur í að ná niðurskurði á Honda Classic. Þriggja ára sonur hans, Charlie Axel Woods, var nefnilega á meðal áhorfenda og var haldið á honum síðustu 9 holurnar. Charlie fylgdist hann með pabba sínum, Tiger í örmum ömmu sinnar, en það var einmitt þá sem leikur Tiger small. Charlie var með Tidu Woods ömmu sinni og horfði m.a. á pabba sinn setja niður 3 metra fuglapútt á 9. flöt þegar pabbi hans lauk leik á 68 höggum með tvöföldum fugli í lokinn. Talið er að þetta sé í fyrsta sinn sem Charlie er á PGA Tour móti, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 12:00

LET: Li Ying Ye og Shanshan Feng leiða eftir 2. dag World Ladies Champions í Kína

Það eru heimakonurnar kínversku Li Ying Ye og Shanshan Feng sem leiða bæði í einstaklings og liðakeppninni á World Ladies Championship, sem fram fer í Hainan í Kína, eftir 2. dag mótsins. Af myndinni af Ye að dæma gæti hún vel hrifsað til sín chic-verðlaunin, þ.e. fyrir smartasta kylfinginn, sem veitt verður samhliða verðlaununum fyrir golfið. Báðar eru þá Ye og Feng búnar að spila á samtals -9 undir pari, samtals 135 höggum hvor; Ye (68 67) og Feng (66 69). Í 3. sæti eru 3 stúlkur 2 höggum á eftir þeim Ye og Feng: forystukona gærdagsins Diana Luna frá Ítalíu (66 71); Pornanong Phattlum frá Thaílandi (68 69) og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 11:15

PGA: Rose blómstrar í Flórídavorinu! – Myndskeið: Viðtal við Justin Rose

Enski kylfingurinn með fallega nafnið Justin Rose er í 1. sæti á Honda Classic á samtals -8 undir pari þegar mótið er hálfnað. Sætinu deilir hann með Bandaríkjamanninum Tom Gillis. Sjá má myndskeið af stuttu viðtali við Justin Rose eftir 2. hring Honda Classic með því að smella HÉR: Í viðtalinu kom m.a. fram að Justin hlyti að hafa orðið fyrir vonbrigðum með skor upp á 66, en hann missti nokkur góð tækifæri á hringnum að ná skorinu enn neðar.  Justin tók undir það sagði tvö járnahögg ekki hafa endað þar sem hann vildi sjá þau. Svo sagði Justin m.a. að ekki væri hægt að búast við að spila völlinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 11:00

PGA: Brian Harman setti nýtt vallarmet á PGA National á Honda Classic – spilaði á 61 höggi

Bandaríkjamaðurinn Brian Harman er kominn í baráttu um 1. sætið á Honda Classic eftir fremur slakan 1. hring upp á 73 högg. En í gær á 2. hring setti hann glæsilegt nýtt vallarmet á PGA National golfvellinum í Flórída, þar sem Honda Classic fer fram þegar hann spilaði á -9 undir pari, 61 höggi. Skorið eftir fyrri 9 voru 29 högg og fuglaþrenna frá og með 14. braut kom honum í -9 undir par. Á stuttu par-3 17. brautinni náði hann „bara“ pari, sem þýddi að hann þurfti örn á 556 yarda 18. brautinni til þess að „breaka 60″ þ.e. ná töfraskorinu 59 höggum, en hann náði „bara“ öðru pari. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 02:30

PGA: Justin Rose og Tom Gillis efstir þegar Honda Classic er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það eru Bandaríkjamaðurinn Tom Gillis og Englendingurinn Justin Rose, sem leiða eftir 2. dag Honda Classic. Báðir eru samtals búnir að spila á -8 undir pari,  samtals 132 höggum; Gillis (68 64) og Rose (66 66). Í 3. sæti höggi á eftir eru Rory McIlroy og Dicky Pride.  Bandaríkjamennirnir Taylor, Harman og Walker deila 5. sætiu á -6 undir pari hver.  Keegan Bradley er í 3 kylfinga hópi sem spilaði á -5 undir pari og deilir 8. sæti. Tiger Woods og Lee Westwood komust í gegnum niðurskurð og spila helgina, en þeir eru í 11 kylfinga hópi sem deilir 31. sæti á samtals -1 undir pari hver; Woods (71 68) Westwood Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á PGA Tour: nr. 19 – Kevin Kisner

Kevin Kisner lenti rétt eins og suður-kóreanski kylfingurinn Sang-moon Bae í 11. sæti á Q-school PGA, sem fór fram í La Quinta í Kaliforníu í desember s.l. Kevin fæddist í Aiken Suður-Karólínu 15. febrúar 1984 og er því 28 ára. Hann á 1 bróður og 1 systur. Hann spilaði golf með University of Georgia og var hluti af liðinu sem vann NCAA Division I Championship, 2005 ásamt þeim Chris Kirk, Richard Scott og Bredon Todd (sem varð í 1. sæti í Q-school PGA 2011). Eftir útskrift frá Georgíu háskóla gerðist hann atvinnumaður í golfi. Kisner spilaði fyrst um sinn á smá-röðum (NGA Hooters Tour Tarheel Tour) og á tímabilinu 2007-2009 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2012 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn spilaði á 75 höggum á Darius Rucker Intercollegiate

Í dag hófst í Long Cove Club í Hilton Head Island, Suður-Karólínu Darius Rucker Intercollegiate. Þetta er 3 daga mót og stendur frá 2.-4. mars 2012. Þátttakendur eru 81 frá 15 háskólum. Meðal þáttakenda eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og lið hennar Wake Forest. Sem stendur er Wake Forest í 11. sæti. Ólafía Þórunn spilaði 1. hring á +4 yfir pari, 75 höggum og er T-27 þegar þetta er ritað. Á hringnum fékk hún 4 skolla. Liðsfélagi Ólafíu Þórunnar, frænka Tiger Woods, Cheyenne Woods er T-34, spilaði á 76 höggum.  Nokkrar eiga eftir að ljúka leik og gæti sætisröðun raskast aðeins þegar líður á kvöldið. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2012 | 19:20

GK: Afrekskylfingurinn Kristján Þór Einarsson genginn í raðir Keilis ásamt Inga Rúnari – „Kjölur mun ávallt eiga sinn stað í hjarta mínu.“

Kilismennirnir Kristján Þór Einarsson, afrekskylfingur og Íslandsmeistari í höggleik 2008 og Ingi Rúnar Gíslason, golfkennari og afreksþjálfari, eru gengnir í raðir Keilis. Kristján Þór vann Íslandsmeistaratitil sinn í Vestmannaeyjum þar sem hann háði mikla baráttu við atvinnumennina Björgvin Sigurbergsson, GK og Heiðar Davíð Bragason (nú GHD). Kristján Þór er fæddur 11. janúar 1988 og er næstyngsti Íslandsmeistari í golfi frá upphafi. Kristján á líka á baki leiki með knattspyrnufélaginu Ými úr Kópavogi og vann með þeim lengjubikarinn árið 2008. Á facebooksíðu Kristján Þórs birtist eftirfarandi yfirlýsing hans fyrir skömmu: „Þá er þetta orðið klárt, officially orðinn Keilis maður.“ Í stuttu samtali við Golf1.is hafði Kristján Þór eftirfarandi að segja um félagaskiptin: „Meginástæðan fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2012 | 19:00

LET: Shanshan Feng og Diana Luna efstar á World Ladies Championship eftir 1. dag

Í dag hófst á Mission Hills Hainan Vintage golfvellinum í Haiku, Kína, World Ladies Championship. Í efsta sæti eftir 1. dag eru ítalska stúlkan Díana Luna og heimakonan kínverska, Shanshan Feng. Báðar spiluðu forystukonur 1. dags á -6 undir pari, 66 höggum. Shanshan fékk 7 fugla og 1 skolla en Díana fékk hins vegar 1 örn, 7 fugla og 3 skolla. Einu höggi á eftir í 3. sæti eru 4 stúlkur: hin franska Anne Lise Caudal, Candie Kung frá Taíwan, Beth Allen frá Bandaríkjunum og Rebecca Codd frá Írlandi. Sjöunda sætinu deilir annar hópur 4 stúlkna, allar á 68 höggum en þ.á.m er hin sænska Carin Koch. Í 11. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2012 | 18:30

Afmæliskylfingur dagsins: David G. Barnwell – 2. mars 2012

Það er golfkennarinn David George Barnwell sem er afmæliskylfingur dagsins. David er fæddur 2. mars 1961 og því 51 árs í dag. David er Englendingur, sem starfað hefir við golfkennslu hér á landi með hléum í yfir 20 ár. Hann hefir m.a. kennt á Norðurlandi hjá GA og GH og nú síðast hjá Pro Golf, sem hann starfaði einnig hjá 2007 og 2008.  David er einn af stofnendum PGA á Íslandi. David Barnwell er í sambúð með Evelinu Januleviciute.  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jorge Soto 2. mars 1945 (67 ára),  Ian Harold Woosnam, 2. mars 1958  (54 ára)… og …. Hlynur Þór Stefánsson 2. mars Lesa meira