Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2012 | 20:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr.18 – Sang-moon Bae

Suður-kóreanski kylfingurinn Sang-moon Bae fæddist í Dae Gu, Suður-Kóreu, 21. júní 1986 og er því 25 ára.  Hann varð í 11. sæti í Q-school á La Quinta ásamt Kevin Kisner, sem kynntur verður á morgun.

Sang-moon byrjaði að spila golf 11 ára gamall vegna foreldra sinna sem alltaf voru á vellinum. Hann hafði í fyrstu miklu meiri áhuga á hafnarbolta en síðan sneri hann áhuga sínum óskiptum að golfinu.

Sang-moon útskrifaðist frá Dae Gu háskóla 2011, en gerðist atvinnumaður í golfi 7 árum áður, 17 ára. Sang-monn býr í Kyunggi-do í Suður-Kóreu.

Sang-moon hefir spilað á kóreanska túrnum, japanska túrnum og Asíutúrnum. Hann myndi langa til að spila á Augusta National.

Sang-moon er aldeilis búinn að slá í gegn á stuttum ferli sínum á PGA túrnum og er m.a. eftirtektarvert gott gengi hans (T-5)  á Accenture heimsmótinu í holukeppni. Einnig hefir hann auðveldlega náð í gegnum alla niðurskurði í þeim mótum sem af eru á PGA túrnum og hann hefir tekið þátt í  Sem stendur er Sang-moon í 39. sæti á heimslistanum.

Ýmsir fróðleiksmolar um Sang-moon:

Hann ferðast aldrei án iPhone-sins síns. Uppáhaldsmaturinn hans er kóreanskt barbecue.

Í draumahollinu hans er m.a. Tiger Woods.